Fyrsta skuldabréfaútgáfa Íslandsbanka í evrum að upphæð 100 milljónir evra

07.05.2014 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út skuldabréf að upphæð 100 milljónir evra (15,6 milljarðar króna), sem er fyrsta erlenda útgáfa bankans í evrum. Skuldabréfið er til tveggja ára og ber 3% fasta vexti. Stefnt er að skráningu skuldabréfanna í Kauphöllina á Írlandi þann 16. maí 2014. 

 Útgáfan er gefin út undir Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans sem gefur Íslandsbanka færi á að gefa út skuldabréf í mismunandi myntum á föstum og fljótandi vöxtum. Fyrir útgáfuna hafði bankinn stækkað útgáfurammann í USD 275m úr USD 250m. Grunnlýsingu GMTN rammans ásamt viðaukum má finna á vefsíðu fjárfestatengsla www.islandsbanki/fjárfestatengsl. 

Umsjónaraðili útboðsins var Deutsche Bank AG. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka: 

"Skuldabréfaútgáfa í evrum markar tímamót fyrir okkur. Þessi útgáfa að upphæð 100 milljónum evra kemur í kjölfar birtingar á lánshæfismati frá Standard & Poor's sem gaf Íslandsbanka BB+/B. Þá lauk Íslandsbanki skuldabréfaútgáfu í sænskum krónum í lok síðasta árs sem var svo stækkuð í mars síðastliðnum. 

Það er ánægjulegt að sjá að kjörin fara batnandi sem endurspeglar traust fjárfesta til Íslandsbanka og á því uppbyggingarstarfi sem hefur skilað okkur öflugum og ábyrgum banka. Kjarnastarfsemin er að skila stöðugum og jöfnum tekjum, endurskipulagningu er nánast lokið og eiginfjár- og lausafjárstaða bankans er góð.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall