Ergo veitir frumkvöðlum umhverfisstyrk

06.05.2014 - Fréttir Ergo

Ergo – fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka hefur úthlutað umhverfisstyrk að upphæð 500.000 króna til verkefnisins Haugfés. Verkefnið Haugfé gengur út á safna saman upplýsingum um efni sem fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu senda til urðunar eða endurvinnslu og fá ekki greitt fyrir. Upplýsingarnar verða teknar saman í samvinnu við fyrirtækin og verða aðgengilegar í gagnagrunni. Með þessu móti er efni sem í augum fyrirtækja er rusl orðið að verðmætum og fær þannig endurnýjun lífdaga.

Gagnagrunnur Haugfés yrði aðgengilegur almenningi með upplýsingum um efnivið og hvernig hægt sé að nálgast hann. Þannig myndu hönnuðir, handverksfólk, skólar og aðrir sem geta nýtt sér efnin hafa greiðan aðgang að því sem fallið hefur til hjá fyrirtækjum borgarinnar. Þá myndi skapast samfélag þar sem allir græða. Fyrirtæki sleppa við að greiða urðunarkostnað og skólar landsins gætu nýtt sér hráefnin í kennslu. Hönnuðir og nemendur gætu sótt efni í hönnun sína sem annars hefði farið forgörðum.

Ergo hefur úthlutað umhverfisstyrkjum undanfarin þrjú ár en markmið styrkjanna er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á sviði umhverfismála.

Á myndinni eru: Jón Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri Ergo, Ásthildur Kristjánsdóttir, forstöðumaður markaðsmála hjá Ergo, Hrefna Sigurðardóttir, Birta Rós Brynjólfsdóttir og Auður Ákadóttir frá Haugfé.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall