Islandsbanki hf. fær lánshæfismatið BB+/B með stöðugum horfum frá S&P

30.04.2014 - Kauphöll

Íslandsbanki er í traustri stöðu á íslenskum fjármálamarkaði með 30-40% markaðshlutdeild á flestum sviðum, þrátt fyrir að vera með minnsta efnahagsreikninginn af viðskiptabönkunum þremur. Þetta kemur fram í lánshæfismati fyrir Íslandsbanka sem Standard & Poor's birti í dag.

Fyrirtækið gefur Íslandsbanka lánshæfiseinkunnina BB+ með stöðugum horfum sem er góð niðurstaða þegar horft er til lánshæfismats íslenska ríkisins, en einkunnin er aðeins einu þrepi frá íslenska ríkinu.

Í lánshæfismati S&P kemur fram að fyrirtækið telji tekjudreifingu Íslandsbanka góða þar sem tveir þriðju hluti tekna séu vaxtatekjur og að aðrar tekjur séu vel dreifðar á milli tekjusviða. Í matinu kemur enn fremur fram að yfirtökur á árunum 2011 til 2012 hafi styrkt bæði stöðu bankans og afstöðu S&P til stefnu og yfirstjórnar hans.

S&P segir Íslandsbanka vera vel í stakk búinn fyrir afléttingu gjaldeyrishafta þar sem bankinn sé vel fjármagnaður og með sterka lausafjárstöðu. Þá er skuldsetningarhlutfall bankans einstaklega gott í alþjóðlegum samanburði.

Í mati S&P kemur fram að bankinn hafi náð góðum árangri í endurskipulagningu lána og að markmið næstu ára séu áfram metnaðarfull. Í lok árs 2013 hafi hlutfall lána í endurskipulagningu (LPA) hjá bankanum verið 8,3% en meðaltal viðskiptabankanna þriggja var 12,5%.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

"Við erum sátt við þessa niðurstöðu sérstaklega í ljósi þess að lánshæfiseinkunnin er aðeins einu þrepi frá einkunn íslenska ríkisins. Þess er þó ekki að vænta að lánshæfismat íslenskra banka hækki frekar fyrr en að mat á lánshæfi íslenska ríkisins batnar. Það er mikilvægt verkefni sem allir hagsmunaaðilar verða að vinna að í sameiningu.

Þessi niðurstaða S&P er viðurkenning á því að sú stefna undanfarinna ára hefur skilað árangri. Íslandsbanki er í dag vel fjármagnaður en lánshæfismatið mun auðvelda aðgengi okkar að erlendum fjármálamörkuðum enn frekar og gera okkur betur í stakk búin til að styðja við viðskiptavini okkar sem stunda alþjóðleg viðskipti og þarfnast fjármögnunar í erlendri mynt. Þannig uppfyllum við best hlutverk bankans, að veita fjármagni til fjárfestinga og uppbyggingar í íslensku atvinnulífi."

Nánari upplýsingar um lánshæfismatið

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall