Séreignarsparnaður borgar sig

16.04.2014

Séreignasparnaður (viðbótarlífeyrissparnaður) er ein besta sparnaðarleiðin sem völ er á. Þú leggur til 2-4% af launum þínum og færð 2% mótframlag frá vinnuveitanda til viðbótar. Það er auðvelt að gera samning, þú byrjar strax að ávaxta peninginn og hefur takmörkuð áhrif á útborguð.


Fyrir stuttu kynnti ríkisstjórnin tillögur að aðgerðum sem miða að því að lækka húsnæðislán. Samkvæmt tillögunum geta þeir sem eru með samning um séreignasparnað sótt um að nýta iðgjöldin sín til að greiða inn á húsnæðislán. Með þessu verður eignamyndun í húsnæðinu hraðari og afborganir og vextir af láninu lækka að öðru jöfnu. Í frumvarpinu er miðað við að fjölskylda geti nýtt allt að 500 þús. kr. af iðgjöldum sínum á ári í þrjú ár skattfrjálst, eða samtals 1,5 milljón.

Eins og áður segir er auðvelt að gera samning um séreignasparnað en þú getur fengið símtal frá ráðgjafa VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka sem fer yfir öll þín mál með þér.

Allar nánari upplýsingar má finna hér.

 

Séreignarsparnaður from Íslandsbanki on Vimeo.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall