Áhættuskýrsla Íslandsbanka komin út í fjórða sinn

11.04.2014
Íslandsbanki hefur nú gefið út Áhættuskýrslu í fjórða sinn. Skýrslan veitir markaðsaðilum upplýsingar sem auka skilning á áhættustýringu bankans og eiginfjárstöðu hans. Þar kemur fram að eiginfjárstaða Íslandsbanka er sterk, eiginfjárhlutfall er 28,4% og lausafjárstaða er mjög góð. Endurfjármögnunarþörf er hófleg á næstu árum. 

 

Regluverk og rekstrarumhverfi 

Íslandsbanki er vel í stakk búinn að takast á við breytingar á ytra regluverki en það er áhyggjuefni að regluverkið verður sífellt flóknara og tæknilegra. Vegna smæðar Íslands reynir mjög á bæði eftirlitsaðila og fjármálafyrirtæki við innleiðingu á stöðlum sem eiga að vera sambærilegir á milli landa. 

Gæði útlánasafns halda áfram að aukast 

Í skýrslunni má sjá að gæði útlánasafnsins halda áfram að aukast. Vanskilahlutföll lækkuðu umtalsvert á árinu en ekki er gert ráð fyrir að þau lækki með sama hraða áfram. 

Eftir fjárhagslega endurskipulagningu undanfarinna ára hafa fáir viðskiptavinir þurft á frekari úrræðum að halda sem gefur til kynna að framkvæmd og úrvinnsla endurskipulagningar hafi verið gagnger og vel undirbúin. Uppsafnaðar afskriftir, eftirgjafir og leiðréttingar til einstaklinga nema nú um 120 ma. kr., þar af 16 ma. kr. á árinu 2013. Til viðbótar kemur skuldaleiðrétting Ríkisstjórnarinnar sem er áætlað að verði 10 til 15 milljarðar hjá bankanum. 

Lausafjárstaða er mjög góð 

Lausafjárstaða bankans hefur hækkað á árinu og uppfyllir bankinn alþjóðlegar lausafjárkröfur sem Seðlabanki Íslands ráðgerir að innleiða í þrepum til ársins 2017. Endurfjármögnunarþörf bankans er mjög hófleg á næstu árum. Eftir velheppnaða erlenda skuldabréfaútgáfu á árinu 2013 hafa lánskjör bankans í erlendum myntum haldið áfram að batna það sem af er ári. 

Skýrslan í heild sinni er aðgengileg á vef Íslandsbanka

 Sverrir Örn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri áhættustýringar: 

„Íslandsbanki vinnur stöðugt að því að bæta innviði sína við stýringu áhættu og mat á eiginfjárþörf, og veitir þessi skýrsla innsýn í fjölmarga þætti í áhættumynstri og áhættustýringu bankans. Skýrslan endurspeglar það gagnsæi sem Íslandsbanki leggur áherslu á í störfum sínum. Áhætta í rekstri bankans hefur minnkað á árinu 2013 vegna endurskipulagningar lánasafns og sterkari eiginfjárstöðu auk þess sem lausafjárstaðan er góð og fjölbreytileiki hefur aukist í fjármögnun bankans. Í lok árs 2013 uppfyllti bankinn öll eigin viðmið sem og viðmið laga og reglna um áhættusnið.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall