Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka úthlutar 10 milljónum

06.04.2014

Fimm fyrirtæki fengu styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka að þessu sinni en sjóðurinn styrkir frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða.

Frumkvöðlasjóðurinn er mikilvægur vettvangur til að styðja við nýsköpun í sjávarútvegi og endurnýjanlegri orku en Íslandsbanki hefur mikla sérþekkingu í þessum greinunum. Alls bárust sjóðnum 20 umsóknir og voru verkefnin fjölbreytt og spennandi. 

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka var stofnaður fyrir sex árum en bankinn lagði til 10 milljónir króna í stofnfé sjóðsins. Einnig leggur bankinn 0,1% af vöxtum Vaxtasprota, sem er einn af sparnaðarreikningum bankans, inn á reikning Frumkvöðlasjóðsins. Staða sjóðsins er sterk og hefur honum vaxið fiskur um hrygg á þeim sex árum sem liðin eru frá því hann var stofnaður. 

Alls voru veittir fimm styrkir og skipta styrkþegar 10 milljónum á milli sín en þeir eru:
• Alvarr ehf.
• Andblær
• Ankra ehf.
• Eco Mals
• Matarskemman

Haraldur Örn Ólafsson, stjórnarmaður í Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka og framkvæmdastjóri Íslandssjóða: 

„Frumkvöðlastyrkir eru nú veittir fimm spennandi og metnaðarfullum verkefnum en 20 umsóknir bárust að þessu sinni. Íslandsbanki hefur mikla og góða reynslu af því að vinna með fyrirtækjum sem starfa í sjávarútvegi og endurnýjanlegri orku og hefur byggt upp mikilvæga sérþekkingu á þeim sviðum. Með Frumkvöðlasjóðnum erum við að vinna að því að efla og þróa þessar greinar enn frekar. Ég óska styrkþegum úr Frumkvöðlasjóðnum til hamingju með styrkina og velfarnaðar í verkefnum sínum.“ 

Nánar um styrkþega úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka: 

Alvarr ehf.

Alvarr hannar búnað til borana í hart berg með öðrum hætti en þekkst hefur og er ávinningurinn tíma- og orkusparnaður. Alvarr gagnast bæði litlum jarðborum t.d. við „varmadæluboranir“ sem og stærri tækjum við olíu- og háhitaboranir.

Andblær

Andblær er byltingarkennt nýtt loftræstikerfi sem hefur möguleika á að lækkar hitunarkostnað húsa um allt að 30%. Andblær tryggir einnig heilnæm og góð inniloftsgæði en kerfið er aðeins 4-6 cm á þykkt. 

Ankra ehf.

Ankra þróar fæðubótarefni og snyrtivörur sem vinna saman að betri útkomu og vinna á öldrunareinkennum húðar, innan og utan frá. Ankra framleiðir hágæða vörur unnar úr íslensku fiskikollageni, framleiddar á Íslandi. Ankra ætlar að skapar sérhæfð hálaunastörf í vöruþróun og markaðssetningu sem eykur samkeppnishæfni og fjölbreytni íslensks sjávarútvegs.

Eco Mals 

Eco Mals framleiðir fallega hannaðan lampa, út frá aðalsögupersónunni úr m.a. EcoMals sögubókinni. Lamparnir sýna raforkunotkunina á heimilinu með því að breyta litum og tilgangur verkefnisins er að kenna börnum og foreldrum þeirra að spara raforku á sýnilegan hátt. 

Matarskemman

Matarskemman þróar búnað og tækni til að frostþurrka matvæli með jarðvarma sem orkugjafa. Búnaðurinn einfaldari og kostnaðarminni í framleiðslu en samsvarandi búnaður sem notaður er í dag. Ávinningurinn er ódýrari búnaður og minni rekstrarkostnaður við frostþurrkunina sjálfa en afurðin er meðfærileg matvara fyrir útivistar- og fjallgöngufólk. Matarskemman er samstarfsverkefni Matarskemmunnar, Matís og Háskólans á Akureyri.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall