Niðurstöður almenns hlutafjárútboðs Sjóvár

02.04.2014
Umframeftirspurn var eftir hlutabréfum í Sjóvá í almennu hlutafjárútboði sem lauk 31. mars síðastliðinn. Heildarfjöldi móttekinna áskrifta var um 7.800. Útboðsgengi í tilboðsbók A, þar sem tekið var við áskriftum að fjárhæð kr. 100.000 til kr. 10.000.000, er 11,90 krónur á hlut og verða 10% hluta í félaginu seldir á því verði. Útboðsgengi í tilboðsbók B, þar sem tekið var við áskriftum að fjárhæð yfir kr. 10.000.000, er 13,51 króna á hlut og verða 13% hluta í félaginu seldir á því verði. Heildarstærð útboðsins nemur 23% af útgefnu hlutafé í félaginu eða 366.279.829 hlutum og er heildarsöluandvirði þeirra 4,7 milljarðar króna. Heildareftirspurn í útboðinu var 35,7 milljarðar króna.

Í tilboðsbók A bárust um 7.600 áskriftir að fjárhæð 20,4 milljarðar króna. Mikil þátttaka í tilboðsbók A leiðir til þess að úthlutun á hverja áskrift, að undanskildum áskriftum fastráðinna starfsmanna Sjóvár og viðskiptavaka, nemur að hámarki 227 þúsund krónum að kaupverði. Áskriftir undir framangreindri fjárhæð og áskriftir fastráðinna starfsmanna Sjóvár eru ekki skertar. Áskriftir viðskiptavaka eru skertar minna.

Í tilboðsbók B bárust 232 áskriftir að fjárhæð 15,3 milljarðar króna. Áskriftir voru metnar á grundvelli verðs og verða hlutir seldir til hæstbjóðenda í útboðinu. Samþykktar áskriftir voru 32. Ekkert kemur í hlut þeirra sem buðu undir 13,51 krónu á hlut.

Seljendur í útboðinu eru SF 1 slhf., SAT eignarhaldsfélag hf. og Íslandsbanki hf.

Íslandsbanki er umsjónaraðili útboðsins og töku hlutabréfa í Sjóvá til viðskipta. Tilkynning um úthlutun og greiðslufyrirmæli verða send fjárfestum fyrir lok dags 3. apríl 2014. Gert er ráð fyrir að gjalddagi og eindagi greiðsluseðla vegna útboðsins verði 9. apríl 2014 og að greidd hlutabréf verði afhent kaupendum þann 10. apríl 2014. Fyrsti viðskiptadagur með hlutabréf í Sjóvá getur þannig fyrst orðið þann 11. apríl 2014, en NASDAQ OMX Iceland mun tilkynna um slíkt með minnst eins viðskiptadags fyrirvara.

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár: 

„Mikil þátttaka í útboðinu er okkur hjá Sjóvá mikið gleðiefni og í takti við þann meðbyr og áhuga sem við höfum fundið í aðdraganda þess. Sérstaklega ánægjulegt er að sjá hversu fjölmennur hópur almennra fjárfesta tók þátt en hluthafahópur félagsins verður einn sá fjölmennasti meðal skráðra félaga og eignarhald þess vel dreift. Fyrir hönd Sjóvár býð ég nýja hluthafa velkomna og hlakka til samstarfsins.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall