Almennt hlutafjárútboð Sjóvár

27.03.2014
Almennt útboð á 23% útgefinna hluta í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. („Sjóvá“) fer fram dagana 27. mars til 31. mars 2014 og stendur áskriftartímabil útboðsins frá kl. 10.00 þann 27. mars til kl. 16.00 þann 31. mars 2014.

Útboðið er opið fyrir bæði almenna fjárfesta og fagfjárfesta og skiptist í tvær tilboðsbækur, A og B. Tilboðsbækurnar eru ólíkar hvað varðar verðlagningu, stærð áskrifta og úthlutunarreglur.

Í tilboðsbók A geta fjárfestar skráð sig fyrir áskriftum að kaupverði kr. 100.000 til kr. 10.000.000. Áskriftirnar geta verið á verðbilinu kr. 10,7 til 11,9 á hlut.

Í tilboðsbók B óska seljendur eftir tilboðum frá fjárfestum sem skulu vera að lágmarki kr. 10.000.001 að kaupverði og að hámarki í 9,99% eignarhlut í félaginu. Áskriftir í tilboðsbók B geta að lágmarki verið á verðinu kr. 11,9 á hlut.

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur umsjón með almennu útboði og töku á hlutum Sjóvár til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. er enn fremur söluaðili tilboðsbóka A og B. Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hf. er annar söluaðili tilboðsbókar B.

Skráning áskrifta
Áskriftum skal skilað í gegnum sérstakan rafrænan áskriftarvef Íslandsbanka sem aðgengilegur verður fjárfestum á vef Íslandsbanka, www.islandsbanki.is, við upphaf útboðsins og hér.
Fjárfestar eru minntir á að kaup á hlutabréfum eru í eðli sínu áhættufjárfesting og að þátttaka í útboðinu er skuldbindandi.

Úthlutun og skerðing áskrifta
Komi til þess að áskriftir sem borist hafa jafngildi fleiri hlutum en þeim sem boðnir eru til sölu í útboðinu kemur til skerðingar á áskriftum og verður úthlutun í höndum úthlutunarnefndar.

Nánari upplýsingar
Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér upplýsingar um Sjóvá og skilmála almenna útboðsins í lýsingu Sjóvár, dagsettri 11. mars 2014, sem aðgengileg er á vefsíðu félagsins, www.sjova.is/fjarfestar.

VÍB – Eignastýringarþjónusta Íslandsbanka mun veita upplýsingar í tengslum við útboðið sem og tæknilegar upplýsingar er varða áskriftarvefinn. Upplýsingar verða veittar í síma 440 4900 og í gegnum netfangið vib@vib.is milli klukkan 09.00 og 17.00 meðan á áskriftartímabili stendur.

Hér má sjá upptöku frá opnum fundi VÍB í Hörpu um skráningu Sjóvár í kauphöll NASDAQ OMX Iceland.

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár kynnti félagið og með honum í panel voru Þórður Pálsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá Sjóvá, Ólafur Njáll Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sjóvá, Fanney Birna Jónsdóttir, fréttastjóri viðskiptafrétta hjá 365 miðlum og ritstjóri Markaðarins og Hrafn Árnason, forstöðumaður stýringar eigna hjá Íslandssjóðum.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall