Konur eru meðvitaðar um áhættu en ekki áhættufælnar

21.03.2014
Konur fjölmenntu á morgunfund um fjárfestingar kvenna á vegum NASDAQ OMX Iceland, VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, FKA og NASKAR Investment.

Fyrirlesari var Barbara Stewart er sérfræðingur í fjármálum og sjóðsstjóri hjá Cumberland Private Wealth Management í Torronto, Kanada og hún sagði konur ekki vera hræddar við áhættu, heldur væru þær meðvitaðar um hana. Konur fjárfesta mun minna en karlmenn í hlutabréfum í dag, en aðeins 30% fjárfesta í Kauphöll Íslands eru konur. Hingað til hafa karlmenn aðallega verið markhópur í hlutabréfaviðskiptum, en Stewart segir að konur séu óplægður akur á þessum markaði og að þeir sem átti sig fyrst á því og taki fyrsta skrefið til að virkja þennan markað að fullu muni standa mjög framarlega.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður FKA, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland og Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kjölfestu ræddu málin við Barböru í pallborði. Fundarstjóri var Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri hjá VÍB. Kristín Jóhannsdóttir, samskiptastjóri hjá NASDAQ OMX Iceland flutti opnunarerindi.

Barbara skrifar mikið um málefni sem snerta konur og fjármálalæsi. Þann 8. mars sl. var fjórða skýrsla hennar úr Rich Thinking seríunni gefin út. Hún skrifar reglulega pistla í tímarit, kemur mikið fram í fjölmiðlum og heldur erindi út um alla heim um málefni sem snerta konur, peninga og fjármálalæsi. Fyrir frekari upplýsingar um Barbara Stewart og Rich Thinking verkefnið hennar, smelltu hér. 

Fundurinn verður aðgengilegur á vef VÍB.

 

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall