Íslandsbanki máttarstólpi Borgarleikhússins

11.03.2014
Íslandsbanki hefur gert samstarfssamning við Borgarleikhúsið fyrir leikárið 2013 til 2014 en Íslandsbanki hefur verið einn af máttarstólpum leikhússins til marga ára. Íslandsbanki er samstarfsaðili þetta starfsár fyrir verkin Furðulegt háttalag hunds um nótt, Mary Poppins og Jeppa á Fjalli. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka og Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, undirrituðu samninginn á Stóra Sviðinu en Furðulegt háttalag hunds um nótt var frumsýnt á Stóra sviðinu um helgina.

Íslandsbanki hefur verið einn af máttarstólpum Borgarleikhússins undanfarin ár og hefur samstarfið verið með eindæmum gott og farsælt. Stuðningur fyrirtækja gerir leikhúsinu kleift að halda áfram að bjóða upp á fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. 

Furðulegt háttalag hunds um nótt hefur slegið rækilega í gegn á West End, var ótvíræður sigurvegari sviðslistaverðlauna Breta, Olivier Awards, á síðasta ári hlaut sýningin alls sjö verðlaun, m.a. sem besta sýningin og besta leikritið. Engin sýning hefur áður hlotið fleiri verðlaun á hátíðinni. Hilmar Jónsson leikstýrir sterkum hópi leikara með Þorvald Davíð Kristjánsson í aðalhlutverki.


Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall