Íslandsbanki efstur á bankamarkaði í Íslensku ánægjuvoginni

03.03.2014

Íslandsbanki er efstur á bankamarkaði samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sem nú er kynnt í 15. sinn. Íslenska ánægjuvogin er samstarfsverkefni nokkurra Evrópuþjóða um mælingar á ánægju viðskiptavina helstu fyrirtækja í nokkrum atvinnugreinum. Capacent Gallup, Samtök iðnaðarins og Stjórnvísi standa að mælingum hér á landi. Viðskiptavinir meta fyrirtæki út frá nokkrum þáttum sem tengjast ánægju þeirra, s.s. ímynd, þjónustugæðum og áhrif ánægju á tryggð þeirra við fyrirtæki.

Á undanförnum árum hefur Íslandsbanki lagt mikla áherslu á að efla þjónustu til viðskiptavina m.a. með því að kortleggja þá þjónustuþætti sem viðskiptavinir telja mikilvægasta og því er þessi viðurkenning góð áminning um hversu vel við erum að standa okkur.

Við leggum mikla áherslu á að vera í góðum samskiptum við viðskiptavini okkar og heimsóttum við nokkur hundruð fyrirtæki á árinu. Við héldum yfir 70 fundi sem yfir 3.000 manns sóttu og yfir 20.000 manns horfðu á fundina á netinu. Í ár var buðum við viðskiptavinum einnig að taka þátt í Rauðum dögum, við hlustuðum á viðskiptavini, við héldum þjónustufyrirlestra, við völdum þjónustuhetjur bankans og kynntum nýjungar á borð við Netspjallið ásamt mörgu öðru sem allt var liður í því að þjónusta viðskiptavininn betur.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri:

„Það er mikið ánægjuefni að Íslandsbanki sé fremstur á bankamarkaði í Ánægjuvoginni þar sem við höfum lagt áherslu á að vera númer eitt í þjónustu. Starfsfólk bankans hefur sýnt í verki að það býður góða þjónustu og viðskiptavinir okkar gefa okkur hæstu einkunn á bankamarkaði.“


Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall