Vegna ákvörðunar Neytendastofu um skilmála og upplýsingar í tengslum við verðtryggð húsnæðislán

28.02.2014
Neytendastofa hefur birt ákvörðun í máli er varðar skilmála og upplýsingar í tengslum við veitingu verðtryggðs húsnæðisláns Íslandsbanka frá árinu 2005. Lánið var yfirtekið ári síðar af þeim sem vísaði málinu til Neytendastofu.

Í ákvörðuninni kemur fram að stofnunin telur verðtryggð lán til neytenda að fullu lögleg. Hins vegar kemst stofnunin að þeirri niðurstöðu að það verklag sem viðhaft var, þar sem gert var ráð fyrir óbreyttu verðlagi við útreikning á árlegri hlutfallstölu kostnaðar í greiðsluáætlun, brjóti í bága við 12. grein laga um neytendalán frá 1994 og sömuleiðis 6. grein sömu laga auk 5. greinar laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins.

Íslandsbanki efnilega ósammála niðurstöðunni 

Íslandsbanki er efnislega ósammála Neytendastofu hvað varðar þá niðurstöðu. Efnislega segir í 12. gr. laga um neytendalán að ef lánssamningur heimilar verðtryggingu eða breytingu á vöxtum eða öðrum gjöldum sem teljast hluti árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, en ekki er unnt að meta hverju nemi á þeim tíma sem útreikningur er gerður, skuli reikna út árlega hlutfallstölu kostnaðar miðað við þá forsendu að verðlag, vextir og önnur gjöld verði óbreytt til loka lánstímans.

Fyrir gildistöku nýrra laga um Neytendalán árið 2013 byggði Íslandsbanki framkvæmd sína við veitingu verðtryggðra lána á þeirri túlkun orðanna „óbreytt verðlag“ í 12. grein laga um neytendalán að gera ætti ráð fyrir óbreyttri vísitölu neysluverðs. Í ákvörðun sinni túlkar Neytendastofa fyrirmæli greinarinnar þannig að gera skuli ráð fyrir sömu verðbólgu og var þann mánuð sem lánið var veitt. Þeirri túlkun er bankinn ósammála.

Íslandsbanki hyggst áfrýja málinu til áfrýjunarnefndar neytendamála.


Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall