Íslandsbanki hyggst sameina höfuðstöðvar á einn stað

20.02.2014
Íslandsbanki hyggst sameina starfsemi höfuðstöðva bankans á einn stað á Kirkjusandi en starfsemi höfuðstöðva fer fram á fjórum stöðum í dag.

Sameiningin felur í sér stækkun húsnæðis á Kirkjusandi með viðbyggingu við suðurenda byggingarinnar. Stærsta breytingin mun felast í flutningi á Upplýsingatækni- og rekstrarsviði bankans frá Lynghálsi á Kirkjusand, en á því sviði starfa um 300 manns.

Töluverð hagræðing næst með sameiningu höfuðstöðvanna á einn stað, bæði með lægri leigukostnaði og lækkun rekstrarkostnaðar vegna upplýsingakerfa, viðhaldi vinnustöðva og rekstri mötuneyta. Með sameiningunni má gera ráð fyrir töluverðri lækkun samgöngukostnaðar og tímasparnaðar þar sem starfsmenn þurfa ekki að ferðast á milli staða í sama mæli og í dag.

Í sameiningunni felast töluverð samlegðaráhrif þar sem mikilvægar stoðeiningar og viðskiptaeiningar sameinast undir einu þaki. Sameiningin mun þannig stuðla að enn betri þjónustu og aukinni starfsánægju.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á seinni hluta þessa árs og er áætlað að þær standi yfir í um tvö ár. Við hönnun viðbyggingarinnar verður horft til bæði umhverfisþátta og aukinnar hagkvæmni í rekstri.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:
Með þessari sameiningu viljum við byggja upp öfluga fjármálamiðstöð á besta stað í borginni þar sem viðskiptavinir geta sótt alla þjónustu á einn stað og starfsmenn höfuðstöðva sameinast. 

Við horfum til þess að sameiningin auki hagræði í rekstri mannvirkja og upplýsingakerfa. Þá sjáum við í hendi okkar að ná megi fram töluverðum tímasparnaði þar sem starfsmenn þurfa ekki að eyða miklum tíma í samgöngur á milli staða.

Með þessu erum við einnig að minnka umhverfisáhrif sem fylgja rekstrinum í dag t.d. með hagkvæmari og umhverfisvænni orkunotkun og með því að draga úr útblæstri og eldsneytisnotkun sem fylgja ferðum á milli staða.

Við eigum í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg hvað varðar deiliskipulag og frekari þróun á svæðinu og sjáum ýmis spennandi tækifæri hvað það varðar.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall