Fjármögnun fjárfestingafélagsins Akurs lokið

10.02.2014 - Fréttir Verðbréfaþjónustu
VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka og rekstrarfélag bankans, Íslandssjóðir, hafa lokið fjármögnun Akurs, nýs fjárfestingafélags sem fjárfestir í óskráðum hlutabréfum. Akur var stofnaður í september síðastliðnum og hefur verið unnið að fjármögnun undanfarið. Hluthafahópurinn er breiður en meðal hluthafa í Akri eru 11 lífeyrissjóðir, VÍS og Íslandsbanki.

Akri er stýrt af Íslandssjóðum en framkvæmdastjóri félagsins er Jóhannes Hauksson og með honum starfar Davíð Hreiðar Stefánsson. Fjárfestingaráð Akurs er skipað reyndum aðilum sem eru óháðir bankanum en þau eru Hörður Arnarson formaður, Hjörleifur Pálsson, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Jón Björnsson.

Fjárfestingartími Akurs er þrjú til fjögur ár en áætlaður líftími sjóðsins er átta til tíu ár og er fjárfestingagesta félagsins 7,3 milljarðar.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:
„Ég lít á það sem mikla traustyfirlýsingu frá lífeyrissjóðum og öðrum fagfjárfestum að okkur hafi tekist að koma Akri á fót og sérlega gaman að við nýtum reynslu innanhúss til þess að byggja okkur upp enn frekar á þessu sviði. Við höfum vandað til verka og fengum meðal annars okkur til aðstoðar tvo af okkar erlendu stjórnarmönnum með mikla reynslu af þessu sviði en markið er sett hátt varðandi fagmennsku eins og sést af öflugu fjárfestingaráði. Akur verður án efa mikilvægt hreyfiafl í áframhaldandi uppbyggingu íslensks atvinnulífs.“

Um VÍB:
VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka sem þjónar bæði einstaklingum og fagfjárfestum á sviði almenns sparnaðar, eignastýringar, verðbréfaviðskipta og lífeyrismála með fagmennsku að leiðarljósi.
VÍB er einn stærsti aðilinn á íslenskum eignastýringarmarkaði með hundruð milljarða króna í eignastýringu og vörslu fyrir tugi þúsunda viðskiptavina. Starfsmenn VÍB eru um 40 talsins og búa yfir fjölbreyttri menntun og þekkingu á fjármálamarkaði.

VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, var valin fremsta eignastýringarþjónustan á Íslandi af breska fjármálatímaritinu World Finance. World Finance horfir til þátta á borð við fjárfestingastefnu, mat á árangri í eignastýringu, gegnsæi og áhættumat, árangur og ávöxtun og upplýsingagjöf til viðskiptavina og fræðslustarfs.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall