Styrkir fyrir frumkvöðla á sviði sjávarútvegs og orku

06.02.2014

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka auglýsir eftir umsóknum um styrki. Sjóðurinn styrkir verkefni með sérstaka áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða. Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á og styrkja frumkvöðla á þessum sviðum.

Heildarupphæð úthlutunar er um 10 milljónir króna.


Umsóknum skal fylgja, eftir því sem við á:
  • Greinargóð lýsing á verkefninu 
  • Verk- og tímaáætlun 
  • Ítarleg fjárhagsáætlun 
  • Upplýsingar um aðra fjármögnun verkefnis 
  • Ársreikningur 
  • Upplýsingar um eignarhald og rekstrarform 

Umsóknarfrestur rennur út 3. mars 2014 og fer úthlutun fram á aðalfundi bankans, 2. apríl 2014.

Í fyrra úthlutaði sjóðurinn 17 milljónum sem skiptust á milli 9 fjölbreyttra verkefna á sviði umhverfismála en áður hefur sjóðurinn styrkt fjölmörg verkefni.

Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur og umsóknarform.

Hér má sjá viðtal við styrkþegana frá því á síðasta ári

 


Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall