Stjórnarhættir Íslandssjóða til fyrirmyndar

06.02.2014 - Fréttir Verðbréfaþjónustu
Íslandssjóðir hf. hafa fengið viðurkenningu frá Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenning þessi er byggð á úttekt á stjórnarháttum sem unnin var af KPMG í október 2013. Íslandssjóðir eru þannig öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar þegar kemur að góðum stjórnarháttum. Sjóðir Íslandssjóða standa almennum fjárfestum og fagfjárfestum til boða hjá VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka auk þess sem Íslandsjóðir eru mikilvægur þáttur í Einkabankaþjónustu VÍB en fyrirtækið er að fullu í eigu Íslandsbanka.

Íslandssjóðir fagna þessari viðurkenningu sem sýnir glögglega þann metnað sem er innan fyrirtækisins í að vera í fremstu röð í góðum stjórnarháttum.

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Nasdaq OMX Iceland hf. og Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands hafa tekið höndum saman um að efla eftirfylgni íslenskra fyrirtækja hvað varðar góða stjórnarhætti. Í þeim tilgangi er fyrirtækjum veitt tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti hefur það mat með höndum.

Íslandssjóðir starfrækir úrval skuldabréfasjóða, hlutabréfasjóða og blandaðra sjóða. Jafnframt stýrir safnastýring Íslandssjóða eignasöfnum fyrir viðskiptavini Einkabankaþjónustu VÍB, ýmsa lífeyrissjóði, félagasamtök og aðra fagfjárfesta. Íslandssjóðir hafa einnig tekið að sér að veita þjónustu til samlagshlutafélaga sem sérhæfa sig í fjárfestingum í óskráðum hlutabréfum og fasteignum.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall