Íslandsbanki var umsjónaraðili útgáfu skuldabréfaflokks Regins atvinnuhúsnæðis ehf.

22.01.2014

Íslandsbanki var umsjónaraðili útgáfu skuldabréfaflokks Regins atvinnuhúsnæðis ehf. Heildarstærð skuldabréfaflokksins er 9,5 milljarðar og skuldabréfin eru skráð í Kauphöll Íslands. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka var umsjónaraðili útgáfunnar. Verðbréfamiðlun bankans sá um sölu bréfanna og verður jafnframt með viðskiptavakt á skuldabréfunum í Kauphöllinni.

Reginn atvinnuhúsnæði ehf. er dótturfélag Regins hf. og það félag  mun fara stækkandi í framtíðinni. Auk endurfjármögnunar Regins atvinnuhúsnæðis hefur einnig verið lokið við endurfjármögnun á dótturfélögum félagsins sem hýsa Egilshöll og Smáralind og er þetta því skref í að ljúka við endurfjármögnun samstæðu Regins hf.

Reginn hf. er íslenskt fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði. Fasteignasafn Regins telur 45 fasteignir og er heildarfermetrafjöldi fasteignasafnsins um 192 þúsund fermetrar.

Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri markaða Íslandsbanka:

„Við erum ánægð með að Reginn atvinnuhúsnæði hafi ákveðið að fjármagna sig með útgáfu skuldabréfa. Undanfarið höfum við séð aukna eftirspurn eftir fjármögnun með skuldabréfum sem styður við framtíðarsýn Íslandsbanka um skilvirkan skuldabréfamarkað.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall