Frumherji lýkur fjárhagslegri endurskipulagningu

10.01.2014
Íslandsbanki hf. og Frumherji hf. hafa lokið fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Íslandsbanki eignast 80% hlutafjár í Frumherja og Ásgeir Baldurs stjórnarformaður og Orri Hlöðversson framkvæmdastjóri félagsins hafa lagt því til nýtt hlutafé og eignast með því 20% hlutafjár. Íslandsbanki kemur til með að hefja söluferli á Frumherja á næstu 12 mánuðum. 

Rekstur Frumherja hefur gengið vel á undanförnum árum en allt frá því að efnahagsþrengingarnar skullu á haustið 2008 hefur skulda- og greiðslubyrði félagsins verið þung. Nýlega endurákvarðaði Ríkisskattstjóri opinber gjöld á Frumherja fyrir árin 2008-2012 vegna öfugs samruna. Í kjölfar þess varð að hraða vinnu við fjárhaglega endurskipulagning félagsins þar sem háar fjárhæðir féllu á það líkt og önnur fyrirtæki sem yfirtekin voru með sambærilegum hætti.

Endurskipulagningin skapar að mati samningsaðila heilbrigðan efnahag Frumherja sem rekstur félagsins mun geta staðið undir á komandi árum. 

Íslandsbanki hefur leitast við að selja eignir í óskyldum rekstri enda ekki stefna bankans að eiga slíkar eignir til lengri tíma. Upplýsingar um eignir í óskyldum rekstri sem eru á undanþágu frá FME er að finna á heimasíðu bankans og er það í samræmi við verklagsreglur bankans um gagnsæi. http://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/skipulag/verklag/eignarhlutir/

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall