VÍB í samstarf við BlackRock

07.01.2014
VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, hefur undirritað samstarfssamning við BlackRock, stærsta eignastýringaraðila heims. Með samstarfinu eykst enn frekar fjölbreytni vöru- og þjónustuframboðs VÍB á sviði eignastýringarþjónustu á erlendum mörkuðum.

BlackRock býður mjög fjölbreytt úrval vöru og þjónustu á sviði eignastýringar sem spannar sex heimsálfur, hlutabréfasjóði, skuldabréfasjóði, hrávörusjóði, fasteignir og aðra sérhæfðari sjóði sem henta fagfjárfestum sérstaklega vel. Vegna fjármagnshafta gefst einungis viðskiptavinum sem eiga erlendar eignir eða hafa heimild til endurfjárfestingar í erlendum verðbréfum kostur á að fjárfesta í vörum BlackRock. Samstarfið er liður í stefnu VÍB að bjóða viðskiptavinum, sem í dag eiga erlendar eignir, sterkt vöru og þjónustuframboð, sem mun vonandi sem fyrst nýtast öllum viðskiptavinum VÍB þegar fjármagnshöft verða afnumin.

BlackRock er stærsta eignastýringarfyrirtæki heims með um 3.800 milljarða Bandaríkjadala í stýringu og starfsemi í 30 löndum. Starfsmenn BlackRock eru yfir 10 þúsund talsins en margir af stærstu lífeyrissjóðum og tryggingafélögum heims nýta eignastýringarþjónustu BlackRock. BlackRock er með yfirgripsmikla sérþekkingu í eignastýringu og fjárfestingum og hefur sýnt góðan langtímaárangur á því sviði.

Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri VÍB:
„Ég er mjög stoltur af því að BlackRock, stærsti og einn af virtustu eignastýringaraðilum heims hafi valið okkur til samstarfs á Íslandi. Samkvæmt könnun Capacent myndu flestir velja að leita til VÍB og Íslandsbanka eftir eignastýringarþjónustu eða 31% og er samstarfið við BlackRock liður í því að halda áfram að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina. Við vonum svo sannarlega að þess sé ekki langt að bíða að íslenskir sparifjáreigendur og fagfjárfestar geti nýtt sér þjónustu BlackRock og VÍB erlendis í auknum mæli.“

Um VÍB:
VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka sem þjónar bæði einstaklingum og fagfjárfestum á sviði almenns sparnaðar, eignastýringar, verðbréfaviðskipta og lífeyrismála með fagmennsku að leiðarljósi.
VÍB er einn stærsti aðilinn á íslenskum eignastýringarmarkaði með hundruð milljarða króna í eignastýringu og vörslu fyrir tugi þúsunda viðskiptavina. Starfsmenn VÍB eru um 40 talsins og búa yfir fjölbreyttri menntun og þekkingu á fjármálamarkaði.

VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, var valin fremsta eignastýringarþjónustan á Íslandi af breska fjármálatímaritinu World Finance. World Finance horfir til þátta á borð við fjárfestingastefnu, mat á árangri í eignastýringu, gegnsæi og áhættumat, árangur og ávöxtun og upplýsingagjöf til viðskiptavina og fræðslustarfs.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall