Íslandsbanki tekur þátt í sambankaláni til Havila Shipping

30.12.2013
Íslandsbanki tekur þátt í sambankaláni til norska skipafélagsins Havila til að endurfjármagna fjögur skip félagsins. Sambankalánið sem Íslandsbanki tekur þátt í er að upphæð 475 m.NOK eða um níu ma. ISK.

Umsjónaraðili sambankalánsins var SpareBank1 SMN í Noregi og verður láninu ráðstafað til að endurfjármagna fjögur skip Havila, sem þjónusta olíuiðnaðinn.

Norska skipafélagið Havila er eitt af leiðandi félögum í þjónustu við olíuiðnaðinn á hafi. Samstæðan á og rekur 27 þjónustuskip, er með höfuðstöðvar í Fosnavaag Noregi og með skrifstofur í Brasilíu og Asíu. Havila var stofnað árið 2003 og var skráð á norska hlutabréfamarkaðinn í Osló Bors árið 2005.
Heildarvirði skiptaflota Havila í lok þriðja ársfjórðungs var 7.400 m.NOK (148.000 m.ISK) Velta Havila fyrstu 3 ársfjórðungana var 1.076 m.NOK (21.520 m.ISK) og EBITDA 532 m.NOK (10.640 m.ISK).

Vilhelm Már Þorsteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Íslandsbanka:

„Þátttaka í sambankaláni til Havila er mikilvægt skref í að auka þátttöku okkar í þjónustuiðnaði við olíu og gasleit á Norður Atlantshafi. Íslandsbanki hefur getu til að lána til erlendra verkefna vegna sterkrar stöðu í erlendum gjaldeyri og styður þannig við frekari uppbyggingu íslenskra og erlendra fyrirtækja í atvinnugreinum þar sem bankinn hefur sérþekkingu.“

Arne Johan Dale, fjármálstjóri Havila:
„Havila er mjög ánægt með samninginn og að eiga viðskipti á Íslandi.“

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall