Íslandsbanki undirritar styrktarsamning við íslenska sjávarklasann

19.12.2013

Íslandsbanki er virkur þátttakandi í klasasamstarfi á Íslandi og leggur mikinn metnað í að efla og þróa öflugan samstarfsvettvang fyrir fyrirtæki í atvinnurekstri. Íslandsbanki hefur frá stofnun íslenska sjávarklasans verið einn af aðal styrktaraðilum hans og hefur Birna Einarsdóttir setið í stjórn klasans frá stofnun. Fjölmargir aðilar innan bankans koma með einum eða öðrum hætti að starfsemi klasans og hefur þessi samvinna skilað Íslandsbanka margvíslegum ávinningi.

Nýr styrktarsamningur var undirritaður í síðustu viku og á myndinni hér til hliðar má sjá þá Vilhelm Má Þorsteinsson, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs, og Þór Sigfússon, framkvæmdastjóra Íslenska Sjávarklasans, undirrita samninginn.

Íslenski sjávarklasinn

Íslenski sjávarklasinn er samstarfsvettvangur fyrirtækja í haftengdri starfsemi á Íslandi sem hefur það að markmiði að auka virði þeirra fyrirtækja sem starfa í klasanum. Fyrirtækið var stofnað árið 2011 á grundvelli svokallaðrar klasafræði sem hefur á síðustu árum sótt í sig veðrið á meðal fræðimanna, fyrirtækja og stjórnvalda, sem tól til þess að auka verðmætasköpun innan landsvæða og atvinnugreina.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall