Niðurstöður útboðs á hlutabréfum í N1

11.12.2013
Mikil umframeftirspurn var eftir hlutabréfum N1 hf. í almennu útboði sem lauk 9. desember síðastliðinn og bárust alls um 7.700 áskriftir. Útboðið var tvískipt og verða 18% hluta í félaginu seld á 18,01 krónu á hlut í tilboðsbók B en 10% seld á 15,3 krónur á hlut í tilboðsbók A. Heildarstærð útboðsins nemur 280 milljónum hluta og er heildarsöluandvirði þeirra 4.770 milljónir króna.

Þátttakendur í tilboðsbók A skiluðu um 7.200 áskriftum og í ljósi mikillar þátttöku er hámarksúthlutun um 183.000 krónur að kaupverði á hverja áskrift. Áskriftir að lægri fjárhæðum ásamt áskriftum viðskiptavaka og fastráðinna starfsmanna N1 eru ekki skertar. 

Áskriftir í tilboðsbók B voru metnar á grundvelli verðs og verða hlutir seldir til þeirra aðila sem buðu hæst. Alls voru 31 áskrift samþykkt. Áskriftir sem bárust á verði yfir útboðsgengi í tilboðsbók B eru ekki skertar en áskriftir sem bárust á því gengi eru skertar hlutfallslega. 

Íslandsbanki annast framkvæmd útboðsins og mun senda fjárfestum tilkynningu um úthlutun í útboðinu og greiðslufyrirmæli þegar NASDAQ OMX Iceland hf. hefur staðfest að hlutabréf N1 verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar.

Gert er ráð fyrir að gjalddagi og eindagi greiðsluseðla vegna útboðsins verði 17. desember næstkomandi og greidd hlutabréf verði afhent 18. desember. Gert er ráð fyrir að 19. desember geti viðskipti hafist með hlutabréf N1 á Aðalmarkaði, en Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með minnst eins dags fyrirvara. Arion banki hefur umsjón með því ferli að fá hlutabréfin tekin til viðskipta.

Listi yfir 20 stærstu hluthafa N1 verður birtur fyrir opnun markaða fyrsta viðskiptadags félagsins.

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1: „Það er stjórnendum og starfsfólki N1 mikið ánægjuefni hversu vel fjárfestar hafa tekið félaginu í tengslum við skráningu þess í Kauphöll. Verður hluthafahópur félagsins einn sá fjölmennasti meðal skráðra félaga og eignarhald þess vel dreift á milli almennings og fagfjárfesta. Fyrir hönd N1 býð ég nýja hluthafa velkomna og hlakka til að eiga með þeim farsælt samstarf.“


Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall