Fyrsta erlenda skuldabréfaútgáfa Íslandsbanka

06.12.2013 - Kauphöll

Íslandsbanki hefur lokið sínu fyrsta erlenda skuldabréfaútboði að upphæð 500 m. sænskra króna eða sem nemur 9,1 ma. íslenskra króna. Skuldabréfin bera 400 punkta ofan á sænska millibankavexti (Stibor) og eru til 4 ára. Alls tóku yfir 40 fjárfestar frá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi þátt í útboðinu en umframeftirspurn var eftir bréfunum. Stefnt er að skráningu skuldabréfanna í Kauphöllina á Írlandi þann 16. desember.

Útgáfan er gefin út undir Global Medium Term Notes (GMTN) útgáfuramma bankans sem tilkynnt var um í júlí en hann gefur Íslandsbanka færi á að gefa út jafnvirði 250 m. Bandaríkjadala í mismunandi myntum á föstum og fljótandi vöxtum.

Umsjónaraðili útboðsins var Pareto Securities AB í Stokkhólmi.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Erlend skuldabréfaútgáfa er skynsamlegt næsta skref fyrir Íslandsbanka og framtíðarrekstur hans, en við höfum lagt mikla áherslu á að fjölga stoðum í fjármögnun bankans með góðum árangri. Grunnrekstur bankans er stöðugur, endurskipulagning gengur vel og eiginfjár- og lausafjárhlutföll afar sterk. Áhugi erlendra fjárfesta er því mikil traustyfirlýsing á því uppbyggingarstarfi sem unnið hefur verið í bankanum undanfarin misseri og sýnir trú á íslensku efnahagslífi.

Aðgengi að erlendum fjármagnsmörkuðum og aukið sjálfstæði í fjármögnun tryggir bankanum samkeppnisforskot til lengri tíma. Fyrst og fremst erum við betur í stakk búin til að styðja við viðskiptavini okkar sem stunda alþjóðleg viðskipti og þarfnast fjármögnunar í erlendri mynt. Þannig uppfyllum við best hlutverk bankans, að veita fjármagni til fjárfestinga og uppbyggingar í íslensku atvinnulífi. Í annan stað veitir aukið sjálfstæði í fjármögnun bankanum tækifæri til að greiða upp lán og samninga sem gerðir voru við stofnun hans. Þetta er okkur sérlega mikilvægt skref.

Íslandsbanki hefur fest sig í sessi sem stærsti útgefandi sértryggðra skuldabréfa á Íslandi, og hefur alls gefið út 22 ma. kr. frá því bankinn, fyrstur fjármálafyrirtækja eftir hrun, gaf út skráð verðbréf í desember 2011. Íslandsbanki var einnig fyrstur til að skrá víxla í kauphöll Íslands í febrúar 2013 og hefur gefið út 9 ma. kr. það sem af er ári.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall