Eignarhlutir í eigu Íslandsbanka

27.11.2013
Íslandsbanki vill koma á framfæri upplýsingum um eignarhluti sem eru í eigu bankans. Íslandsbanki hefur leitast við að selja eignir í óskyldum rekstri enda ekki stefna bankans að eiga slíkar eignir til lengri tíma.

Íslandsbanki vill einnig benda á að upplýsingar um eignir í óskyldum rekstri sem eru á undanþágu frá FME er að finna á heimasíðu bankans og er það í samræmi við verklagsreglur bankans um gagnsæi.

Samtals eru 12 eignarhlutir á fresti hjá FME:

• Átta félög sem eru erlend eða eiga einungis erlendar eignir og eru með enga eða takmarkaða starfsemi. (Manston Properties Ltd, Lava capital Ltd., Lava Capital ehf., HHÖ Holding A/S, Geysir General Partner ehf., Geysir Green Investment Fund slhf., GREF hf. og IG Invest). Þessi félög eru ekki með neina starfsemi á Íslandi.
• Atorka Group hf - félag í slitameðferð.
• HTO hf. - verið er að klára skjalavinnslu vegna sölu félagsins.
• N1 hf. – stefnt er að skráningu í desember 2013.
• Bláfugl ehf. - félagið hefur verið í sölumeðferð undanfarin misseri, enn án árangurs.

Ofangreindir eignarhlutir eru óverulegur hluti af eignum bankans.

Til viðbótar við þessa eignarhluti á Íslandsbanki eignarhluti í nokkrum félögum sem tengjast fjárhagslegri endurskipulagningu þeirra eða yfirtöku bankans á Byr. Eignarhlutir sem bankinn eignast eru seldir eins og kostur er en stærstu eignir bankans eru nú:

• Icelandair - núverandi eignarhlutur 2,04% en unnið hefur verið að því að minnka stöðu bankans í félaginu sem var 19,9% í lok mars 2012.
• Íslensk verðbréf - núverandi eignarhlutur er 27,5% sem er tilkominn vegna yfirtöku Íslandsbanka á Byr. MP banki hefur gert yfirtökutilboð í Íslensk verðbréf.
• Reitir - núverandi eignarhlutur er 5,8%.
• Sjóvá - núverandi eignarhlutur er 9,3% og unnið er að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands.
• Eik – núverandi eignarhlutur er 5,6%.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall