Íslandsbanki gefur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

18.11.2013

Íslandsbanki hefur frá upphafi gefið verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Í ár hlýtur Jórunn Sigurðardóttir Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framúrskarandi umfjöllun um íslenskar og erlendar bókmenntir í Ríkisútvarpinu, þar sem hún hefur um áratuga skeið miðlað fregnum og fróðleik af menningu og listum á áheyrilegri, blæbrigðaríkri og kjarnyrtri íslensku.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, veittu verðlaunin við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Þá hlaut Máltæknisetur og Ljóðaslamm borgarbókasafnsins sérstaka viðurkenningu við stuðning við íslenska tungu.

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt árlega á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlaða að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall