Húsfyllir á fundi VÍB um umhverfi atvinnulífsins

23.10.2013 - Fréttir Verðbréfaþjónustu

Líflegar umræður sköpuðust á fundi VÍB á miðvikudagsmorgun sem bar yfirskriftina Umhverfi atvinnulífsins - Eru stjórnvöld með áætlun?

nullUm 200 manns fylltu Norðurljósasal Hörpu og fylgdust um 9.000 manns með beinni útsendingu á vef VÍB og á Vísi.is.

Í pallborði sátu Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka Iðnaðarins. Fundinum stýrði Þorbjörn Þórðarson.

VÍB hefur undanfarna mánuði tekið viðtöl við aðila úr viðskiptalífinu og voru sjónarmið þeirra varðandi fimm viðfangsefni birt á fundinum. Í kjölfar fylgdu pallborðsumræður sem voru hinar líflegustu, enda umræðuefnin afar þýðingarmikil varðandi atvinnustarfsemi á Íslandi.

Upptöku af fundinum má nálgast hér.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall