Alls söfnuðust 72,5 milljónir króna í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka

17.10.2013
Uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2013 hefur farið fram. Á hátíðinni komu saman fulltrúar góðgerðafélaga, hlauparar, starfsmenn og stuðningsaðilar til að fagna góðum árangri áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka sem fram fór á vefnum hlaupastyrkur.is. Söfnunin í ár fór fram úr björtustu vonum en alls söfnuðust 72.549.948 krónur til 148 góðgerðafélaga. Þetta er 58% hærri upphæð en safnaðist í fyrra og nýtt met í áheitasöfnunni. 

Þau félög sem safnaðist mest fyrir í ár voru Ljósið, endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda 7 milljónir, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 4,5 milljónir, Krabbameinsfélag Íslands 3,5 milljónir og Hringurinn 2,7 milljónir. 86 af þeim 157 félögum sem tóku þátt í söfnuninni fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, sautján félög fengu meira en milljón. 

Þeir hlauparar sem söfnuðu mest fengu viðurkenningu á áheitahátíðinni í gær. Jón Gunnar Geirdal sem hljóp fyrir Rjóður, hvíldar og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn safnaði mestu eða 1.246.500 kr. Næst mestu safnaði Ólafur Darri Ólafsson fyrir AHC samtökin, eða 1.022.257 kr. Valdís Birta Arnarsdóttir safnaði síðan þriðju hæstu upphæðinni, 982.456 kr. fyrir CMT4A Styrktarsjóð Þórdísar. Þá var einnig veitt viðurkenning fyrir flest söfnuð áheit sem í ár voru 186 talsins. Það var Halldóra Friðgerður Víðisdóttir sem safnaði svo mörgum áheitum en hún hljóp fyrir Kraft - stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Það boðhlaupslið sem safnaði mestu á hlaupastyrkur.is var liðið „Hlaupasamtök Þórdísar" en liðið hljóp fyrir CMT4A Styrktarsjóð Þórdísar og safnaði kr. 194.000 kr. 

Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur sem sér um framkvæmd Reykjavíkurmaraþons, stjórnaði stuttri dagskrá uppskeruhátíðarinnar. Til máls tóku einnig Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, Jón Gunnar Geirdal sem safnaði mestu í ár, Maraþonmaðurinn Pétur Jóhann Sigfússon og Sólveig Hlín Sigurðardóttir forstöðukona Reykjdals sem er eitt af góðgerðafélögunum sem tóku þátt í áheitasöfnuninni.

Í lok uppskeruhátíðarinnar fengu fulltrúar góðgerðafélaganna upplýsingar um þær fjárhæðir sem til þeirra söfnuðust. Áheitin verða greidd inn á reikninga góðgerðafélaganna þegar safnað fé hefur skilað sér frá síma- og kortafyrirtækjum, væntanlega í byrjun nóvember. Smellið hér til að skoða lista yfir öll góðgerðafélögin sem upphæðir söfnuðust til og hér til að skoða helstu tölfræði söfnunarinnar á hlaupastyrkur.is.

 


Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall