Fjármálaþing Íslandsbanka

15.10.2013

Hið árlega Fjármálaþing Íslandsbanka var haldið í dag á Hilton Nordica hótel. Yfir 200 manns mættu á þingið en þangað er boðið forsvarsmönnum fyrirtækja í viðskiptum við bankann og aðilum úr atvinnulífinu á Íslandi.

Birna Einarsdóttir, bankastjóra Íslandsbanka, ávarpaði þingið og fjallaði m.a. um hversu mikið hefur áorkast á þeim fimm árum sem liðin eru frá stofnun Íslandsbanka og að endurreisn bankans hafi tekist vel. Í máli Birnu kom fram að Íslandsbanki sé í dag í heilbrigðum og öflugum rekstri. Umfangsmikil vinna við endurskipulagningu sé að skila sér og gæði eignasafnsins fari batnandi.

Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já fjallaði um nýsköpun í starfsemi fyrirtækisins Já. Í máli hennar kom fram að í dag sé viðskipamódel Já annað en það var við stofnun 2005 og að þriðjungur tekna fyrirtækisins kæmi frá nýmiðlum. Hún lagði áherslu á að allir stjórnendur beri ábyrgð á nýsköpun og þróun innan fyrirtækja.

Á þinginu kynnti Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka. Spáð er 1,7% hagvexti í ár og 2,6% á næsta ári og einnig er gert ráð fyrir að það dragi úr slaka í hagkerfinu. Spáð er þrálátri verðbólgu eða 4% á næsta ári.

Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða Íslandsbanka fjallaði um fjárfestingabankastarfsemi sem lykilþátt í uppbyggingu öflugs atvinnulífs. Hann fjallaði um hlutabréfamarkað, skuldabréfamarkað og markað fyrir vörur fyrir áhættustýringu fyrirtækja. Hann lagði einnig áherslu á að innlendum fjármálastjórum ættu að bjóðast sömu möguleikar til áhættustýringar og þekkjast erlendis.

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, fjallaði um stöðu Actavis í nýjum veruleika. Fyrirtækið er nú þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi. Nýja Actavis má skipta í þrjú megin svið, Actavis samheitalyf, Actavis sérlyf, Actavis alþjóðleg framleiðsla.

Fundarstjóri var Kristín Hrönn Guðmundsdóttir viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall