Íslandsbanki gefur út American Express kort

13.10.2013

Íslandsbanki hefur hafið útgáfu á American Express kreditkortum í samstarfi við American Express. Íslandsbanki er stærsti kortaútgefandi landsins og er American Express kortið góð viðbót við núverandi kortaframboð bankans. American Express er eitt þekktasta og virtasta vörumerki í heiminum og eru American Express kort gefin út í rúmlega 130 löndum víðsvegar um heiminn.

Helstu fríðindi nýju American Express kortanna felast í söfnun Íslandsbankapunkta og veitir kortið bestu punktasöfnun sem völ er á í Vildarklúbbi bankans. American Express kortið safnar umtalsvert fleiri punktum en önnur kort eða 14 Íslandsbankapunktum á hverjar þúsund krónur sem verslað er fyrir. Punktasöfnun fimmfaldast að auki þegar verslað er hjá samstarfsaðilum kortsins.

Í Vildarþjónustu Íslandsbanka safna korthafar punktum fyrir kortanotkun, sparnað, bílalán og aðra bankaþjónustu. Að auki safna korthafar fleiri punktum hjá samstarfsaðilum kortsins. Til viðbótar við punktasöfnunina býður kortið upp á víðtækar ferðatryggingar.   

Með aðild að Vildarklúbbi Íslandsbanka geta korthafar Íslandsbanka American Express kortsins nýtt fríðindi sín á fjölbreyttan hátt. Íslandsbankapunktar eru frjálsir og hægt að ráðstafa þeim að vild. T.d. er hægt að fá greidda út sem reiðufé, borgaða inn  á verðtryggðan bundinn sparnað, skipt í Ferðaávísun eða Vildarpunkta Icelandair. Íslandbankapunktum er jafnframt hægt að ráðstafa til góðgerðarmála. 

Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður ÍSB korta:

“Útgáfa American Express kortsins er liður í að bjóða viðskiptavinum bankans sífellt betri þjónustu og breiðara vöruúrval. Við hjá Íslandsbanka erum mjög ánægð með að hafa verið valin samstarfsaðili American Express  sem er virt alþjóðlegt fyrirtæki og velur sína samstarfaðila af kostgæfni. Við bjóðum viðskiptavinum okkar aukna þjónustu með því að geta afgreitt American Express kort Íslandsbanka í öllum okkar útibúum.“

Colin O’Flaherty, framkvæmdastjóri, Partner Card Services EMEA, American Express:

“Við erum stolt af samstarfinu við Íslandsbanka við að bjóða American Express kort á Íslandi. Við erum viss um að ábati kortsins samtvinnaður við framúrskarandi þjónustu komi til með að höfða til viðskiptavina Íslandsbanka.” 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall