Íslandsbanki og N1 semja um endurfjármögnun lána félagsins

04.10.2013

Íslandsbanki og N1 hafa lokið endurfjármögnun á lánum félagsins, en N1  er eitt stærsta verslunar- og þjónustufyrirtæki landsins. Íslandsbanki veitir félaginu langtímalán ásamt sveigjanlegri skammtímafjármögnun, sem er aðlöguð að rekstri félagins. Velta N1 á árinu 2012 nam rúmlega 60 milljörðum en eignir félagsins námu tæplega 28 milljörðum króna og eigið fé nam 14,6 milljörðum króna skv. árshlutauppgjöri 30.júní 2013.

N1 gekk í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu um mitt ár 2011. N1 ákvað nýlega að fara í útboð með öll bankaviðskipti sín og þar með undirbúa félagið betur fyrir væntanlega skráningu félagsins í Kauphöll Íslands. Í kjölfarið valdi félagið  að ganga til samninga við Íslandsbanka sem lauk með undirritun samninga nýverið.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Við fögnum því að Íslandsbanki hafi verið valinn til að ljúka endurfjármögnun N1, sem er eitt stærsta verslunar- og þjónustufyrirtækis landsins. Við hlökkum til aukins samstarfs við N1 og er Íslandsbanki vel í stakk búinn til að styðja við umsvifamikinn rekstur félagsins.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall