VÍB styður tónlistarmanninn Víking Heiðar Ólafsson

03.10.2013 - Fréttir Verðbréfaþjónustu

VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka hefur ákveðið að styðja Víking Heiðar Ólafsson, sem er meðal fremstu tónlistarmanna þjóðarinnar, næstu tvö árin. Markmiðið með stuðningi VÍB við Víking Heiðar er að styðja hann sem sjálfstæðan listamann. VÍB mun í samstarfi við Víking standa bæði fyrir fræðslufundum og tónleikum fyrir viðskiptavini sína. 

Síðan Víkingur lauk námi frá Juilliard skólanum hefur hann komið fram víða um lönd og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir leik sinn, m.a. verið valinn Flytjandi ársins þrisvar sinnum á Íslensku tónlistarverðlaunum. Víkingur hefur unnið með framúrskarandi tónlistarfólki, frumflutt fjóra íslenska píanókonserta og gefið út þrjá geisladiska hjá útgáfufyrirtæki sínu Dirrindí. Um þessar mundir einbeitir hann sér að tónverkum Johanns Sebastians Bach og stefnir að því að læra 19 hljómborðssvítur hans á þessum vetri meðfram tónleikahaldi.

Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri VÍB:

„Víkingur Heiðar hefur vakið athygli fyrir mikla hæfileika en á sama tíma öguð vinnubrögð sem er ekki ósvipað því hvernig við viljum að viðskiptavinir okkar upplifi þjónustu okkar. Víkingur Heiðar er að byggja sig upp sem sjálfstæður listamaður á alþjóðavísu og samstarfið við VÍB kemur til að hjálpa honum á þeirri braut. Við hlökkum til samstarfsins við Víking Heiðar næstu árin.“

Um VÍB:

VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka sem þjónar bæði einstaklingum og fagfjárfestum á sviði almenns sparnaðar, eignastýringar, verðbréfaviðskipta og lífeyrismála með fagmennsku að leiðarljósi.

VÍB er einn stærsti aðilinn á íslenskum eignastýringarmarkaði með hundruð milljarða króna í eignastýringu og vörslu fyrir tugi þúsunda viðskiptavina. Starfsmenn VÍB eru um 40 talsins og búa yfir fjölbreyttri menntun og  þekkingu á fjármálamarkaði.

VÍB, eignarstýringarþjónusta Íslandsbanka, var valin fremsta eignastýringarþjónustan á Íslandi af breska fjármálatímaritinu World Finance. World Finance horfir til þátta á borð við fjárfestingastefnu, mat á árangri í eignastýringu, gegnsæi og áhættumat, árangur og ávöxtun og upplýsingagjöf til viðskiptavina og fræðslustarf.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall