31% myndu leita til VÍB - Íslandsbanka samkvæmt könnun Capacent

03.10.2013 - Fréttir Verðbréfaþjónustu

Samkvæmt könnun Capacent myndu flestir velja að leita til VÍB – Íslandsbanka eftir eignastýringarþjónustu eða 31% þeirra sem tóku afstöðu. Í könnuninni var spurt; hvert myndir þú leita fyrst ef þú þyrftir á eignastýringarþjónustu að halda í dag? Þessi niðurstaða kemur í kjölfar þess að VÍB var valin fremsta eignastýringarþjónustan á Íslandi af breska fjármálatímaritinu World Finance. World Finance horfir til þátta á borð við fjárfestingastefnu, mat á árangri í eignastýringu, gegnsæi og áhættumat, árangur og ávöxtun og upplýsingagjöf til viðskiptavina og fræðslustarf.

 

VÍB – eignastýringarþjónusta Íslandsbanka er einn stærsti aðilinn á íslenskum eignastýringarmarkaði með hundruð milljarða króna í eignastýringu og vörslu fyrir tugi þúsunda viðskiptavina, bæði  einstaklinga og  fagfjárfesta.

 

Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri VÍB:

„Við hjá VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka erum stolt af því að vera sá aðili sem flestir myndu velja samkvæmt könnun Capacent auk þess að vera nýverið valin besta eignastýringarþjónustan samkvæmt World Finance. Þessar viðurkenningar sýna að viðskiptavinir okkar kunna að meta áherslu okkar á fagmennsku og fræðslu í okkar þjónustu.  Það segir meira en mörg orð um ánægju okkar viðskiptavina með okkar áherslur að síðan 2011 hafa um 20.000 manns annaðhvort mætt eða horft á netinu á einhvern af þeim 150 fundum og námskeiðum sem við höfum staðið fyrir.„

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall