Íslandsbanki samþykkir tilboð Fast-1 slhf. í hlutafé HTO ehf.

20.09.2013

Söluferli á hlutafé HTO ehf. (áður Höfðatorg ehf.) hófst þann 20. júní síðastliðinn með tilkynningu þess efnis. Fyrri tilboðsfrestur rann út 3. júlí og lokafrestur skuldbindandi tilboða var þann 10. september sl. Alls bárust níu óskuldbindandi tilboð frá dreifðum hópi tilboðsgjafa í fyrstu umferð söluferlisins. Íslandsbanki ákvað að hleypa sex aðilum áfram í aðra umferð söluferlisins þar sem tilboðsgjafar fengu aðgang að frekari upplýsingum um félagið, sem og kynningu með stjórnendum þess. Utanaðkomandi eftirlitsaðili var viðstaddur opnun tilboða í fyrsta og öðrum fasa.

Í seinni umferðinni bárust fimm tilboð í eignarhlutinn. Íslandsbanki fékk óháðan eftirlitsaðila til þess að bera þau saman og var niðurstaðan sú að tilboð Fast-1 slhf. væri hagstæðast. Bankinn hefur því samþykkt tilboð sjóðsins og stefnt er að frágangi kaupsamnings vegna viðskiptanna eins fljótt og auðið er, en viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall