Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka mun hafa umsjón með skráningu Sjóvár-Almennra

13.09.2013
Stjórn Sjóvár-Almennra trygginga hf. (Sjóvá) hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. sem umsjónaraðila með almennu hlutafjárútboði og skráningu félagsins á Nasdaq OMX Iceland. 
 

Markmiðið með útboðinu er að tryggja almenna og góða dreifingu á eignarhaldi félagsins. Hluthafar félagsins í dag eru SF1 slhf., fagfjárfestasjóður á vegum Stefnis hf., SAT Eignarhaldsfélag hf. sem er félag í eigu Glitnis banka hf. og Íslandsbanki hf. Stefnt er að því að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á Nasdaq OMX Iceland á árinu 2014. 

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár-Almennra:
“Með þessum samningi hefst nú lokaundirbúningur að skráningu Sjóvár í kauphöll. Félagið hefur sýnt góða afkomu síðastliðin misseri og er í traustum rekstri. Það er okkar trú að Sjóvá sé góður kostur fyrir fjárfesta og góð viðbót við hlutabréfamarkaðinn á Íslandi.”


Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall