Akur, nýtt fjárfestingafélag VÍB og Íslandssjóða

09.09.2013

VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka og rekstrafélag bankans, Íslandssjóðir, hafa stofnað Akur, nýtt fjárfestingafélag sem kemur til með að vera virkur eignaraðili í óskráðum félögum. Áætlað er að félagið hafi um 10 milljarða fjárfestingagetu. Íslandsbanki leggur félaginu til fjármagn og kemur til með að eiga um 10% hlutafjár í Akri.

Framkvæmdastjóri Akurs verður Jóhannes Hauksson, sem hefur verið forstöðumaður fyrirtækjalausna Íslandsbanka, og fjárfestingastjóri er Davíð Hreiðar Stefánsson, sem hefur starfað sem verkefnastjóri í fyrirtækjalausnum.  Báðir hafa þeir mikla reynslu af verkefnum á sviði fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja, kaupum og sölu á eignarhlutum í fyrirtækjum og víðtæka reynslu af lánamálum. Fjárfestingateymi Akurs verður staðsett innan Íslandssjóða.

 „Stofnun Akurs fjárfestingafélags er rökrétt framhald á þeirri útvíkkun á  vöruframboði VÍB og Íslandssjóða sem ráðist hefur verið í undanfarið, t.d. með stofnun fasteignafélagsins FAST 1. Tilkoma Akurs eykur  fjölbreytni þeirra þjónustuþátta sem fagfjárfestum standa til boða hjá VÍB samhliða því að styðja uppbyggingu íslensks atvinnulífs og fjármálamarkaðar,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.

 „Núverandi markaðsaðstæður og áframhaldandi uppbygging íslensks atvinnulífs mun á næstu árum skapa fjölmörg spennandi fjárfestingatækifæri. Akur mun einbeita sér að því að fjárfesta í áhugaverðum félögum sem hafa möguleika til að vaxa, þar með talið félögum sem uppfyllt geta skráningarkröfur á næstu misserum og árum,“ segir Jóhannes Hauksson, framkvæmdastjóri Akurs. 

Jóhannes Hauksson hefur verið forstöðumaður fyrirtækjalausna Íslandsbanka frá árinu 2010 og annaðist stærstu verkefni bankans  á sviði fjárhagslegrar endurskipulagningar. Áður starfaði Jóhannes á alþjóðasviði og á fyrirtækjasviði en hann hefur verið starfsmaður bankans frá 1999. Áður starfaði hann í fjármáladeild Reykjavíkurborgar. Jóhannes er Cand Oecon frá Háskóla Íslands.

Davíð Hreiðar Stefánsson hefur starfað sem verkefnastjóri í fyrirtækjalausnum Íslandsbanka undanfarin fimm ár. Áður starfaði hann sem sérfræðingur hjá fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka en hann hefur verið starfsmaður bankans frá árinu 2004. Davíð er með MBA gráðu frá Winthrop University og B.S. gráðu í fjármálum frá sama skóla.

VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka og Íslandssjóðir er sjálfstætt sjóðafyrirtæki  bankans sem starfrækir breitt úrval sjóða sem fjárfesta bæði í skráðum og óskráðum verðbréfum. VÍB og Íslandssjóðir stofnuðu árið 2012  FAST-1 með stærstu lífeyrissjóðum og tryggingarfélögum landsins, sem sérhæfir sig í fjárfestingum í atvinnuhúsnæði.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall