Breyting á stjórn Íslandsbanka

04.09.2013

Hluthafafundur Íslandsbanka hefur samþykkt breytingu á stjórn bankans. Helga Valfells og Þóranna Jónsdóttir taka sæti í aðalstjórn Íslandsbanka. Þóranna Jónsdóttir var áður varamaður í stjórn bankans og Gunnar Fjalar Helgason tekur hennar sæti í varastjórn. 

Um Helgu Valfells

Helga Valfells hefur verið framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins frá árinu 2010 og áður stýrði hún fjárfestingum sjóðsins. Helga var aðstoðarmaður viðskiptaráðherra árið 2009. Hún hefur áralanga reynslu af stjórnarsetu en hún hefur verið stjórnarmaður m.a. í Orf Líftækni, Gangverði, Mentor, Frumtaki, Gagnavörslunni og Innovit. Helga er með MBA gráðu frá London Business Schoool og BA í hagfræði frá Harvard University.

Um Þórönnu Jónsdóttur 

Þóranna Jónsdóttir er deildarforseti viðskiptafræðideildar Háskólans í Reykjavík en hún var áður framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar við skólann. Þóranna lauk doktorsprófi frá Cranfield University í Bretlandi árið 2011 og sérhæfði sig í ábyrgð og skyldum stjórnarmanna. Þá er hún einnig með MBA gráðu frá IESE viðskiptaháskólanum í Barcelona. Á árunum 2007-2011 starfaði Þóranna sem framkvæmdastjóri hjá Auði Capital og árin 2005-2007 sem framkvæmdastjóri hjá Veritas/Vistor.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall