Afkoma Íslandsbanka á 2. árshluta 2013

28.08.2013 - Kauphöll

Helstu niðurstöður:

  • Afkoma bankans eftir skatta var jákvæð um 6,6 ma. kr. á öðrum ársfjórðungi 2013 (2Q12: 6,0 ma. kr.) og 11,2 ma. kr. á fyrri árshelmingi (1H12: 11,6 ma. kr.)
  • Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 17,4% á fjórðungnum (2Q12: 18,6%) en 14,8% sé horft til fyrri árshelmings (1H12: 17,9%). Lækkun á arðsemi skýrist að mestu af hærra eigin fé, sem hefur hækkað um 15% á milli ára, eða frá 135 ma. kr. í 156. ma. kr. við lok júní 2013.
  • Skattar og gjöld greidd ríkisstofnunum voru 3 ma. kr. á ársfjórðungnum samanborið við 2,2 ma. kr. á 2Q12.
  • Frá stofnun bankans hafa um 35 þúsund einstaklingar og um 4 þúsund fyrirtæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum sem nema um 500 ma. kr. 
  • Heildareignir voru 823 ma. kr. við lok tímabilsins (mars 2013: 829 ma. kr.), og útlán til viðskiptavina lækkuðu um 1% í 539 ma. kr. (mars 2013: 543 ma. kr.). 
  • Vaxtamunur var 3,4% (1Q13: 3,6%) og fer lækkandi samhliða því að afföll á lánasafni sem keypt var frá Glitni fara úr bókum bankans.
  • Hreinar þóknanatekjur jukust í 2,7 ma. kr. á fjórðungnum (2Q12: 2,3 ma. kr.) og 5,1 ma. kr sé litið til fyrri árshelmings (1H12: 4,4 ma. kr.). Hækkunin er um 15% á milli ára og má að mestu rekja til markaða, viðskiptabanka, eignastýringar og dótturfélaga bankans.
  • Nettó tekjufærsla vegna endurmats lánasafnsins var 4,7 ma. kr. á fjórðungnum (2Q12: 3,6 ma. kr.) og 7,9 ma. kr á fyrri árshelmingi (1H12: 2,1 ma. kr.).
  • Heildarinnlán hækkuðu í 506 ma. kr. samanborið við 492 ma. kr. í lok mars 2013 og sýna eðlilegar sveiflur í innlánum viðskiptavina og fjármálastofnanna. 
  • Eigið fé nam 155,5 ma. kr., og hækkaði um 2% frá lokum fyrri árshelmings 2013 og 15% á milli ára. Eiginfjárhlutfall styrktist í 27,4% (mars 2013: 26,2%) og  eiginfjárhlutfall A (Tier 1) var 24,0% (mars 2013: 22,9%). 
Nánari upplýsingar um afkomu bankans má finna í ítarlegri afkomutilkynningu hér meðfylgjandi.
 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

"Afkoma á öðrum ársfjórðungi var í  takt við áætlanir og jákvæð samlegðaráhrif vegna sameininga eru að koma fram á báðum hliðum rekstrarreikningsins. Markverður árangur hefur náðst í hagræðingu á rekstri en kostnaðarhlutfall bankans lækkaði í 41,1% á 2F13 og raunlækkun á rekstrarkostnaði milli ára er 7,5%. 

Íslandsbanki var útnefndur besti íslenski bankinn af hinu virta tímariti Euromoney og var VÍB, eignastýring Íslandsbanka, valin fremsta eignastýringaþjónustan á Íslandi af breska tímaritinu World Finance. Þessar tvær viðurkenningar sýna vel hversu gott og metnaðarfullt starf er verið að vinna hjá bankanum. 

Íslandsbanki stækkaði skuldabréfaflokka sína á tímabilinu og er bankinn orðinn reglulegur útgefandi víxla. Íslandsbanki hefur einnig, í samstarfi við Bank of America Merill Lynch, fengið  heimild til að gefa út skuldabréf í erlendri mynt að andvirði 250 milljóna Bandaríkjadala og mun nýta tækifærið ef réttar aðstæður skapast á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum.

Endurútreikningur ólögmætra gengistryggðra lána gengur vel en búið verður að ljúka endurútreikningi á 90% virkra lána í lok mánaðarins. Íslandsbanki mun alls endurreikna um 15.000 ólögmæt gengistryggð lán og er áætlað að öllum endurútreikningi verði lokið fyrir árslok."
 
Síðar í dag munu Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri, kynna afkomu bankans á opnum fjárfestafundi og svara  fyrirspurnum. Fundurinn hefst kl. 16.00 og fer fram á íslensku. Nauðsynlegt að gestir skrái sig á afkomukynninguna á vef bankans

Hægt verður að nálgast fundargögn frá kynningunni á www.islandsbanki.is/fjarfestatengsl.

Nánari upplýsingar:


 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall