Yfir 2.000 erlendir hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

25.08.2013

Í ár tóku yfir 2.000 erlendir hlauparar þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og frá tæplega 70 löndum. Í fyrra hlupu 1.600 erlendir hlauparar, sem var met.

Tæplega 14.300 manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár, sem er þátttökumet. 977 hlauparar hlupu heilt maraþon og 2.356 manns hlupu hálft maraþon. Þá voru einnig 143 lið í boðhlaupinu.

Bretinn James Buis sigraði maraþonið og hljóp á 2:33:49. Melanie Staley, sem einnig er frá Bretlandi, kom fyrst kvenna í mark á 2:55:14. Kári Steinn Karlsson sigraði hálfmaraþonið á tímanum 1:07:40 en Helen Ólafsdóttir kom í mark fyrst kvenna á 1:22:57.

Mikil stemning fyrir Reykjavíkurmaraþoninu hefur myndast meðal starfsfólks Íslandsbanka og tæplega 330 starfsmenn bankans tóku þátt í hlaupinu að þessu sinni.

Áheitasöfnunin hefur slegið fyrri met og gengur mjög vel og alls hafa safnast áheit fyrir meira en 70 milljónir. Í fyrra söfnuðust tæplega 46 milljónir. Hægt er að heita á hlaupara til miðnættis mánudaginn 26. ágúst á vefnum hlaupastyrkur.is og því er ekki útilokað að heildaráheitafjárhæðin muni hækka töluvert.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall