Hlauptu með Maraþonmanninum Pétri Jóhanni

08.08.2013

Það styttist óðum í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka en nú eru rúmar tvær vikur í hlaupið. Þátttakendur æfa því af miklum móð og er Maraþonmaðurinn Pétur Jóhann einn þeirra sem æfir fyrir hálft maraþon. Hann ætlar að halda opna hlaupaæfingu ásamt þjálfaranum sínum Silju Úlfarsdóttur, sunnudaginn 11. ágúst klukkan 11. Hist verður við Ráðhúsið í Reykjavík þaðan sem hlaupið verður þrjá hringi í kringum tjörnina. Eftir hlaupin mun Silja stjórna æfingum í Hljómskálagarðinum. Maraþonmaðurinn mun svo ganga um og gefa góð ráð varðandi hlaupastíl, hvernig eigi að fagna þegar komið er í mark, litaval á hlaupafatnaði og önnur mikilvæg atriði.

Allir eru velkomnir!

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall