Íslandsbanki fjármagnar byggingu hótels við Höfðatorg

17.07.2013

Íslandsbanki og Höfðahótel ehf. hafa undirritað samning um fjármögnun á byggingu stærsta hótels landsins sem mun rísa á Höfðatorgi. Íslandshótel mun annast rekstur hótelsins en fyrirtækið rekur í dag Fosshótel, Grand Hótel, Hótel Reykjavík og Hótel Reykjavík Centrum. Hótelið verður um 17.000 fermetrar, á 16 hæðum og með yfir 340 herbergi. Þá verða 10.000 fermetrar byggðir við þá bílageymslu sem er nú þegar við Höfðatorg og munu við það bætast tæplega 300 bílastæði við þau sem fyrir eru. Eykt sér um framkvæmdirnar en undirbúningsvinna við þær er þegar hafin. Áætluð verklok eru í júní 2015.

Hótelið verður þriðja byggingin sem rís á Höfðatorgsreitnum en fyrirhugað er að þar rísi í allt 6 byggingar. Félagið HTO ehf., sem er í meirihlutaeigu Íslandsbanka, á og rekur þær byggingar sem nú eru við Höfðatorg. Félagið er í söluferli.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall