Íslandsbanki valinn besti bankinn á Íslandi af Euromoney

15.07.2013
Hið virta fjármálatímarit Euromoney hefur valið Íslandsbanka besta bankann á Íslandi. Euromoney útnefnir árlega bestu bankanna víða um heim og veitir þeim viðurkenninguna Awards for Excellence.

Tímaritið leit til ýmissa þátta í rekstri íslensku bankanna við val sitt, meðal annars arðsemi eigin fjár, árangur í uppbyggingu nýs banka og vaxtar efnahagsreiknings á milli ára. Þá tiltekur Euromoney að Íslandsbanki hafi sterk eiginfjár- og innlánahlutföll en jafnframt sýnt frumkvæði í að auka fjölbreytni í fjármögnun bankans með útgáfu sértryggðra skuldabréfa en bankinn var sá fyrsti hér á landi til að hefja slíka útgáfu. Bankinn var jafnframt, fyrstur íslenskra fjármálafyrirtækja frá haustinu 2008, til að gefa út víxla skráða í íslensku kauphöllinni.

Skýr markmiðasetning skilar árangri

Íslandsbanki hefur frá stofnun sett skýr markmið í rekstri bankans. Árlega eru sett mælanleg markmið fyrir bankann í heild og einstaka deildir. Markmið bankans hafa snúið að því að bjóða viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu, vera hreyfiafl í uppbyggingu fjármálamarkaðar og að stuðla að hagkvæmum og heilbrigðum rekstri bankans. Með skýrri framtíðarsýn og markmiðasetningu hefur Íslandsbanki náð fjölmörgum áföngum í uppbyggingu nýs banka, meðal annars með sameiningum á fjármálamarkaði, bættri upplýsingagjöf til hagaðila, endurskoðun regluverks og stjórnarhátta auk þess sem Íslandsbanki hefur verið leiðandi í skráningu hlutabréfa í kauphöll Íslands.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri:

„Frá stofnun bankans höfum við lagt áherslu á skýra markmiðasetningu með þátttöku starfsfólks og viðskiptavina. Við sjáum árangur þeirrar vinnu vera að skila sér og það er afar ánægjulegt að eftir því skuli vera tekið. Við erum stolt af þessari viðurkenningu og þökkum starfsfólki og viðskiptavinum okkar þennan góða árangur."

Hér er grein Euromoney um Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall