Íslandsbanki lýkur víxlaútboði

12.07.2013 - Kauphöll

Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á fimm víxlum til 1, 2 ,4 ,5 og 6 mánaða. Hver flokkur getur að hámarki orðið 1.500.000.000 krónur að nafnvirði. Útboðinu var þannig háttað að boðið var í magn á fyrirfram ákveðnu verði. 1 mánaða víxillinn var boðinn út á 5,90% flötum vöxtum (verð: 99,5594), 2 mánaða víxillinn á 6,05% flötum vöxtum (verð: 98,8373), 4 mánaða víxillinn á 6,20% flötum vöxtum (verð 97,9917), 5 mánaða víxillinn á 6,25% flötum vöxtum (verð 97,2809) og 6 mánaða víxillinn á 6,30% flötum vöxtum (verð: 96,9133).

Heildareftirspurn í útboðinu var 5.230.000.000 krónur. Tilboðum var tekið í 1 mánaða víxilinn að fjárhæð 130.000.000 krónur að nafnvirði, að fjárhæð 530.000.000 krónur að nafnvirði í 2 mánaða víxilinn, að fjárhæð 800.000.000 krónur að nafnvirði í 4 mánaða víxilinn, að fjárhæð 1.200.000.000 krónur að nafnvirði í 5 mánaða víxilinn og að fjárhæð 1.500.000.000 krónur að nafnvirði í 6 mánaða víxilinn. Alls eru útistandandi víxlar Íslandsbanka að fjárhæð 8.810.000.000 krónur.
Bréfin voru seld til breiðs hóps fjárfesta. Stefnt er að töku víxlanna til viðskipta í Nasdaq OMX Iceland þann 19. júlí næstkomandi.
Nánari upplýsingar veita:

Fjárfestatengill – Jóhann Ottó Wathne, johann.wathne@islandsbanki.is og í síma 440 4607.
Forstöðumaður samskiptamála – Már Másson, mar.masson@islandsbanki.is, og í síma     440 4990.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall