42% aukning í skráningum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

05.07.2013

Skráningar í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hafa gengið vonum framar en samtals hafa um 5.900 manns skráð sig til þátttöku sem er 42% aukning miðað við sama tíma í fyrra.  Þar af eru um 1622 útlendingar frá 53 löndum og stefnir í metfjölda erlendra þátttakenda þriðja árið í röð. Flestir þeirra koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada.

Áheitasöfnun fer vel af stað
Áheitasöfnun hefur einnig farið vel af stað á vefsíðunni hlaupastyrkur.is en heildar söfnunar fjárhæðin var komin í um 3.4 milljónir á hádegi í dag þegar um 49 dagar eru til stefnu. Í fyrra söfnuðust rúmar 40 milljónir til góðgerðarmála.

Maraþonmaðurinn stendur í ströngu
Þá má geta þess að Maraþonmaðurinn, Pétur Jóhann Sigfússon, hefur vakið töluverða athygli en hann ætlar að hlaupa hálft maraþon í hlaupinu þann 24. ágúst. Hægt er að fylgjast með undirbúningi  kappans á fésbókarsíðu Maraþonmannsins.

Nánari upplýsingar um hlaupið má finna á vefsíðu Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall