Stýranlegir toghlerar, vatnsaflskort og vindtúrbínur

25.06.2013
Afhending styrkja úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka fór fram mánudaginn 24. júní í höfuðstöðvum bankans að Kirkjusandi. Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka var stofnaður fyrir 5 árum en bankinn lagði til 10 milljónir króna í stofnfé sjóðsins. Einnig leggur bankinn 0,1% af vöxtum Vaxtasprota, sem er einn af sparnaðarreikningum bankans, inn á reikning Frumkvöðlasjóðsins. Staða sjóðsins er sterk og hefur honum vaxið fiskur um hrygg á þessum 5 árum sem liðin eru frá því hann var stofnaður.

Áhersla á sjálfbæran sjávarútveg og endurnýjanlega orkugjafa
Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka styrkir frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða. Stefna Íslandsbanka er að vera leiðandi á sviðum sjávarútvegs og endurnýjanlegrar orku og er Frumkvöðlasjóðurinn mikilvægur vettvangur til að styðja við nýsköpun í greinunum. Alls bárust sjóðnum 27 umsóknir og voru verkefnin fjölbreytt.

Alls voru veittir fimm styrkir og skipta styrkþegar 9 milljónum á milli sín:

• GeoSilica Iceland – kísilríkt drykkjarvatn
• Veðurstofa Íslands – Vatnsaflskort af Íslandi
• Norðursigling ehf. – RENSEA II
• Pólar og togbúnaður ehf. - stýranlegir toghlerar
• IceWind ehf. – vindtúrbínur fyrir íslenskar aðstæður

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:
„Það er mjög ánægjulegt fyrir bankann að fá tækifæri til þess að leggja hönd á plóg í svo metnaðarfullum frumkvöðlaverkefnum. Bankinn hefur mikla reynslu af því að vinna með fyrirtækjum sem starfa í sjávarútvegi og endurnýjanlegri orku og hefur byggt upp mikilvæga sérþekkingu á þeim sviðum. Við viljum vinna að því að efla og þróa þessar greinar enn frekar og ég óska styrkþegum úr Frumkvöðlasjóðnum til hamingju með styrkina og velfarnaðar í verkefnum sínum.“

Mynd: Fulltrúar Geosilica Iceland, Veðurstofu Íslands, Norðursiglingar, Póla og togbúnaðar og IceWind ásamt Birnu Einarsdóttir, bankastjóra Íslandsbanka og Más Mássonar, formanns stjórnar Frumkvöðlasjóðs Íslandsbanka.

Nánar um styrkþega úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka:

GeoSilica Iceland – kísilríkt drykkjarvatn
Umsögn:
Verkefnið felst í vöruþróun á einstakri vöru. Affallsvatnið frá jarðvarmavirkjununum er mjög kísilríkt og hafa rannsóknir sýnt að kísill er nauðsynlegur mannslíkamanum. Kísil- og steinefnaríkt jarðhitavatn er hreinsað af óæskilegum efnum svo sem arseni og brennisteinsvetni og að lokum þynnt út með ferskvatni. Afurðin er því mjög kísilríkt vatn sem einnig er auðugt af öðrum steinefnum og smakkast líkt og ferskvatn.
Framtíðaráform fyrirtækisins eru að koma vörunni í neytendaumbúðir og sölu á neytendamarkaði.


Veðurstofa Íslands – Vatnsaflskort af Íslandi
Umsögn:
Markmið verkefnisins er tvíþætt: Annarsvegar að nýta aðferðafræði við kortlagningu mögulegs vatnsafls þar sem rennslismælingar liggja fyrir. Hinsvegar á verkefnið að halda áfram þróun á þessari aðferðarfræði með þeim hætti að hún nýtist fyrir hvaða vatnasvið sem er á landinu. Liðlega 30 ár eru liðin frá því vatnsaflið var metið síðast og hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan.

Vinnan mun svo nýtast til að meta vatnsaflslegar forsendur minni virkjunarkosta til að meta mögulegt vatnsafl á svæðum sem eru utan við helstu virkjanaáform í dag.
Vefur veðurstofunnar er www.vedur.is

Norðursigling ehf. – RENSEA II
Umsögn:
Verkefnið snýst um notkun á endurnýjanlegri orku á sjó fyrir rafknúinn farþegabát – hönnun og ísetning búnaðar ásamt tilraunakeyrslu.
Norðursigling hefur ákveðið að breyta einum af bátum sínum þannig að hann verði aðeins knúinn áfram af endurnýjanlegri orku, raforku og vindorku frá seglum. Einnig verður hægt að nota skrúfubúnað skipsins til að hlaða rafgeyma.
Um er að ræða nýja hugmyndafræði og kerfishönnun alveg frá grunni.
Bátarnir sem Norðursigling notar í dag til að flytja ferðamenn á sjó, eru búnir hefðbundnum vélbúnaði sem gengur fyrir jarðolíu með tilheyrandi hávaða og útblæstri.
Með þessum breytingum á bátunum ætlar Norðursigling sé að vera umhverfisvæn ferðaþjónusta á sjó og standa vonir til þess að verkefnið muni í framtíðinni einnig nýtast í fyrirtækjum í sjávarútvegi.

Vefsíða fyrirtækisins er: http://northsailing.is/home/

Pólar og togbúnaður ehf. - stýranlegir toghlerar
Umsögn:
Stýranlegir toghlerar eru notaðir við togveiðar og einnig við rannsóknir á olíusetlögum og eru þeir ekki til í öðrum löndum. Hlerarnir verða þannig útbúnir að fjarstýrður drifbúnaður er tengdur við þann hluta hlerans sem hægt verður að stjórna og hver þeirra hefur sjálfstæða virkni þannig að hverri einingu er stjórnað sjálfstætt.
Annar tilgangur með þessum stýranlegu toghlerum er að gera togveiðar og olíurannsóknir hagkvæmari með tilliti til betri nýtingar alls búnaðarins, betri lögun fisktrollsins þegar togað er og betri staðsetningu á olíuleitarbúnaðinum. Í öllu þessu er tekið tillit til hagkvæmni í rekstri og sparnaði á olíu.
Vefsíða fyrirtækisins er: http://www.polardoors.com/

IceWind ehf. – vindtúrbínur fyrir íslenskar aðstæður
Umsögn:
Verkefnið er lokahluti hönnunarferils IceWind vindtúrbínunnar. Markmiðið er að skila á markað IceWind vindtúrbínunni í þremur stærðum ásamt tengibúnaði fyrir þær. Viðamikil vinna fer í að prófa þol túrbínunnar við erfiðar veðurfarsaðstæður eins og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum og miklum snjó á norðurlandi. Þá er unnið að því að þjálfa tæknifólk og er það gert í nánu samstarfi við Tækniskólann. Síðast en ekki síst kemur Háskóli Íslands að hönnun, smíði og prófunum á rafbúnaði svo hægt verði að tengja túrbínuna við Landsnetið. Þróun mekanísku hlutanna hefur staðið síðan 2008, þróun á rafli hefur staðið síðan 2011 og hefur fjórða kynslóðin litið dagsins ljós.
Vefsíða fyrirtækisins er: http://icewind.is/

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall