Varasamur tölvupóstur vegna Netbanka

20.06.2013
Nokkrir viðskiptavinir Íslandsbanka fengu í gær tölvupóst þar sem þeir voru beðnir um að staðfesta notendaupplýsingar með því að tengjast netbanka í gegnum þá vefslóð sem gefin var upp í póstinn. 
Pósturinn sem um ræðir var ekki frá Íslandsbanka heldur frá tölvuþrjótum sem vildu með þessu reyna að komast yfir notendanafn, lykilorð og aðrar upplýsingar um notendur Netbankans. 

Íslandsbanki vill koma því á framfæri að bankinn sendir aldrei tölvupóst til viðskiptavina þar sem þeir eru beðnir um að staðfesta notendanafn, lykilorð, persónuupplýsingar eða fjárhagsupplýsingar.
Hafi einhverjir viðskiptavinir smellt á hlekkinn í tölvupóstinum eru þeir hvattir til þess að skipta um lykilorð í Netbanka, sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Íslandsbanka undir Netlausnir/Öryggi.

Viðskiptavinum er eftir sem áður óhætt að tengjast Netbanka í gegnum vefsíðu Íslandsbanka, www.islandsbanki.is með notendanafni, lykilorði og auðkennislykli. Netbanki Íslandsbanka hefur ekki orðið fyrir neinni röskum og er öll starfsemi hans jafn örugg og áður.

Eftirfarandi er gott að hafa í huga fyrir þá viðskiptavini sem nota Netbankann:
  • Smelltu aldrei á grunsamlega tengla í tölvupóstum
  • Þegar farið er inn í Netbanka Íslandsbanka ber að gæta að slóðin í vafra sé á öruggu vefsvæði, það sést með því að ganga úr skugga um að https sé fremst í vefslóð
  • Skiptu reglulega um lykilorð og öryggisnúmer
  • Notaðu nýjustu útgáfu vafra
  • Uppfærðu stýrikerfi og vírusvörn tölvunnar

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall