Vel sóttur fundur um húsnæðismál

13.06.2013

Fjöldi manns sótti opinn fræðslufund Íslandbanka um húsnæðismál sem haldinn var þriðjudaginn 11. júní. Fundurinn var haldinn í útibúi Íslandsbanka á Kirkjusandi og voru það þau Magnús Árni Skúlason hagfræðingur hjá Reykjavik Economics, Linda Kristinsdóttir deildarstjóri hjá Íslandsbanka og Finnur Bogi Hannesson vörustjóri húsnæðislána hjá Íslandsbanka sem héldu erindi.

Magnús Árni fjallaði um fasteignamarkaðinn og þróun hans síðustu misseri og verðlagningu fasteigna eftir hverfum og landshlutum.  Linda Kristinsdóttir ræddi um greiðslumöt og mikilvægi þess að kaupendur gerðu sér grein fyrir þeim kostnaði sem fellur til við að eiga og reka fasteign, fyrir utan greiðslur af láununum sjálfum.  Finnur Bogi endaði svo fundinn á því að ræða um þau lánsform sem eru í boði á markaðnum og kosti og galla hvers lánsforms.

Eins og áður segir lagði fjöldi manns leið sína í útbú bankans til að hlýða á fyrirlestrana og voru góðar umræður og fyrirspurnir frá gestum fundarins í lok hans. 

Íslandsbanki þakkar þeim sem komu á fundinn og mun upptka af honum verða aðgengileg á vef bankans innan tíðar.

 

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall