Nýr húsnæðissparnaður Íslandsbanka

13.06.2013
Íslandsbanki kynnir nýja sparnaðarleið til uppbyggingar á sparnaði til útborgunar á íbúðarhúsnæði. Reikningurinn er ætlaður fyrir einstaklinga á aldrinum 15-35 ára og hentar vel sem framhald af sparnaði á Framtíðarreikning. Það getur reynst ungu fólki þrautinni þyngri að eiga fyrir útborgun í sínu fyrsta íbúðarhúsnæði. Þeir sem hyggjast eignast sitt eigið íbúðarhúsnæði þurfa því að huga snemma að því að byggja upp sparnað. Húsnæðissparnaður Íslandsbanka er til þess ætlaður að auðvelda ungu fólki að leggja grunn að sínu fyrsta íbúðarhúsnæði.

Hægt er að velja um bæði verðtryggðan og óverðtryggðan reikning og bera báðir reikningarnir hæstu vexti á almennum innlánsreikningum bankans. Vextir á verðtryggða reikningnum eru 2,10% og vextir á óverðtryggða reikningnum eru 4,50%.

50% afsláttur af lántökugjöldum og frítt greiðslumat

Til að liðka enn meira fyrir ungu fólki sem vill eignast sitt eigið húsnæði býður bankinn 50% afslátt af lántökugjöldum og frítt greiðslumat ef sparnaðurinn er nýttur til kaupa á húsnæði og húsnæðislán tekið hjá Íslandsbanka. Skilyrði fyrir afslætti af lántökugjöldum og fríu greiðslumati er reglulegur sparnaður að lágmarki 5.000 kr. á mánuði út binditíma reiknings. Lánveitingar eru háðar útlánareglum bankans hverju sinni. Þá eru ekki nein þjónustugjöld, innlausnargjöld né þóknanir af húsnæðissparnaði Íslandsbanka. Hægt er að stofna reikninginn í gegnum netbankann eða í næsta útibúi.


Nánari upplýsingar eru vef Íslandsbanka og í útibúum Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall