Ergo stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um eignaleigustarfsemi

06.06.2013 - Fréttir Ergo

Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka, er aðili að IFLA, International Finance and Leasing Association, sem eru alþjóðleg samtök fjármálafyrirtækja sem eru með eignaleigustarfsemi. Samtökin hafa verið starfandi frá 1965 eða í 48 ár og standa þessa daganna fyrir ráðstefnu í Reykjavík. Ergo hefur verið í samtökunum í yfir 20 ár. Markmið samtakanna er að skapa vettvang fyrir forsvarsmenn þessara fyrirtækja til að skiptast á hugmyndum, þekkingu, reynslu og upplýsingum um fjármögnunarþjónustu. Með þessum hætti hafa félagsmenn getað fylgst með þróuninni í fjármögnunarþjónustu á alþjóðlegum vettvangi og fylgst með nýjungum í þeirri þjónustu.

Eitt aðildarfélag er heimilað frá hverju landi en félagsmenn koma víða að. Stærstu fjármálafyrirtækin á Norðurlöndunum og í Evrópu þátt í starfinu, t.a.m. Danske Bank, Nordea, DnB Nor, HSBC og ABN Amro.

Ergo er gestgjafi ráðstefnunnar í ár en um 30 forsvarsmenn alþjóðlegra fjármálafyrirtækja taka þátt í henni.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall