Íslandsbanki hefur endurreiknað 7200 bílalán og kaupleigusamninga

31.05.2013
Hæstiréttur kvað úr um það í gær að Landsbankanum hefði verið óheimilt að reikna seðlabankavexti afturvirkt á gengistryggð bílalán og kaupleigusamninga. Íslandsbanki hefur nú þegar endurreiknað 7200 bílalán og kaupleigusamninga í samræmi við dóma Hæstaréttar sem féllu á síðasta ári um hvernig fjármálafyrirtæki skyldu endurreikna ólögmæt gengistryggð lán, svonefndir kvittanadómar. Eftir fyrri dóminn, sem féll í febrúar 2012, var mörgum spurningum enn ósvarað um það með hvaða hætti endurreikningur skyldi framkvæmdur og til hvaða lána dómurinn tæki. Bankarnir, með samþykki Samkeppniseftirlits, völdu 11 dómsmál til að svara þeim álitamálum sem enn stóðu eftir dóminn. Fjögur þeirra voru á vegum Íslandsbanka. Seinni dómurinn, sem féll í október, víkkaði fordæmisgildi fyrri dómsins og skýrði hvernig lán sem hafa verið í skilum skyldu endurreiknuð. Í kjölfarið tók Íslandsbanki af skarið og féll frá dómsmálum til að flýta endurútreikningi. Mat bankinn það svo að dómarnir tækju einnig til skammtímalána, svo sem bílasamninga, og ákvað því að bíða ekki eftir frekari dómum. Ergo hóf strax endurútreikning og hefur í dag endurreiknað 7200 bílalán og kaupleigusamninga. Íslandsbanki er því vel á veg kominn með endurútreikning þessara samningsforma í samræmi við kvittanadóma Hæstaréttar.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall