Íslandsbanki hlaut Áttavita Landsbjargar

27.05.2013
Íslandsbanki hlaut um helgina Áttavitann frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu á landsþingi félagsins. Áttavitinn er viðurkenning sem Landsbjörg afhendir fyrirtækjum sem sýnt hafa félaginu stuðning í störfum sínum. Íslandsbanki hefur verið aðalviðskiptabanki félagsins í um áratug og verið öflugur styrktaraðili slysavarna og leitar- og björgunarstarfs á Íslandi. Hörður Már Harðarson, formaður félagsins, segir slíkan stuðning úr samfélaginu ómetanlegan en Íslandsbanki hafi staðið við bakið á félaginu í blíðu og stríðu. "Stór sjálfboðaliðasamtök, eins og Slysavarnafélagið Landsbjörg, þurfa að hafa fast land undir fótum þegar kemur að fjármálum. Án dyggs stuðnings getur félagið og sjálfboðaliðar þess ekki sinnt þeim verkefnum sem það hefur tekist á hendur á jafn öflugan hátt og raun ber vitni." 

Lilja Pálsdóttir, útibússtjóri, veitti viðurkenningunni viðtöku á landsþingi Landsbjargar sem fór fram á Akureyri um nýliðna helgi.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall